- Advertisement -

Hvalrekaskattur lítur dagsins ljós

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Breska þingið er að klára álagningu sértaks hvalrekaskatts á olíu- og gasfyrirtæki. Nemur hann 25% af hagnaði þeirra þar til eðlilegt markaðsástand kemst aftur á. Fyrirtækin eru að hala inn risavöxnum hagnaði, sem ekki er rakinn til bætts rekstrar eða nýjunga á markaði. Skattinum er ætlað að skila 850 milljörðum króna í ríkiskassann og verður andvirðinu ráðstafað til efnaminnstu heimilanna í baráttunni við hratt hækkandi verðbólgu. Síðar á árinu þá fá heimilin tvær eingreiðslur að fjárhæð 110.000 krónur og eldri borgarar fá tvær greiðslur upp á 56.000 krónur.

Á Íslandi þá hefur hinn hræðilegi fjármálaráðherra hafnað þessari leið þó svo að útgerðarfyrirtæki og bankar séu að græða eins og enginn sé morgundagurinn. Fjárhæð auðlindagjalda eru orðin að útvötnuðum saltfisk brandara, sem allir eru hættir að hlægja að. Nema auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn, sem skálar í bleikt kampavín. Vinstri græn halda áfram að bugta sig fyrir Bjarna Ben. Lofa enn einni nefndinni um rekstur útvegsfyrirtækja til að svæfa umræðuna. Lilja Alfreðs framsóknarflenna þóttist rétt fyrir kosningar vilja hvalrekaskatt. Síðan hefur ekki heyrst bofs.

Þegar kóvít-19 var þá þótti Bjarna sjálfsagt að leggja sjálfvirkt færiband inn í ríkissjóð og gefa fyrirtækjum skrilljónir. Líka þeim sem græddu og borguðu sér arð. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hækka lífeyrisgreiðslur um 3% og stærði sig af. Málið er að hér er bara flýting á lögbundinni hækkun að ræða, sem taka átti gildi um áramótin. Þetta telur lítið þegar verðbólga er komin fast í 8% og enn á uppleið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: