- Advertisement -

Hvar eru forsætisráðherra og Vinstri græn?

Jóhann Þorvarðarson:

Í henni er sagt að ríkiseignir hafi verið seldar langt undir raunvirði og líklega til vildarvina, sem fela sig á bak við bandarískan fjárfestingarsjóð.

Núverandi forsætisráðherra hefur á svo marga vegu sýnt þjóðinni að hún meinti ekkert með því þegar hún fullyrti við myndun fyrri ríkisstjórnar sinnar að auka ætti virðingu Alþingis. Virðingin er sem áður staðsett í kjallara myrkurs og leyndarhyggju.

Núna horfir Katrín Jak, ásamt öðrum þingmönnum Vinstri grænna, hljóð hjá þegar fjármálaráðherra landsins neitar að opinbera úttektarskýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrum ríkisendurskoðanda um söluna á Klakka (áður Exista). Í henni er sagt að ríkiseignir hafi verið seldar langt undir raunvirði og líklega til vildarvina, sem fela sig á bak við bandarískan fjárfestingarsjóð. Þetta mátti heyra við rekstur dómsmáls í vikunni. Málið líkist vinnubrögðum fjármálaráðherra við sölu á hlut í Íslandsbanka.

Til aðstoðar leyndarhyggjunni er Birgir Ármannsson forseti Alþingis, eða sá hinn sami og var fenginn til að beita kattarþvotti á kosningarsvindlið í Borgarnesi. Hann neitar að opinbera skýrsluna þó honum beri lagaleg skylda að afhenda hana almenningi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: