- Advertisement -

Hver er þessi Ingi Tryggvason?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Málið er svo áríðandi að það kallar á lögreglurannsókn sem rekur símtöl Inga á þeim 6 klukkutímum sem atkvæðin lágu varnarlaus á glámbekk. Einnig þarf að skoða smáskilaboð og tölvupóst.

Borgarneshneykslið, óinnsigluð og óvöktuð atkvæði á glámbekk í veislusal á Hótel Borgarnesi, er á ábyrgð Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Maðurinn sem sagði að ef menn ætla að svindla þá svindla menn. Hann lét endurtelja atkvæði eftirlitslaust með afdrifaríkum hætti og úrslit kosninga breyttust eins og hendi væri veifað.

Ingi Tryggvason er ekki einhver maður út í bæ. Áður en hann var skipaður héraðsdómari af ráðherra Sjálfstæðisflokksins í fyrra þá var hann fulltrúi við Héraðsdóm Vesturlands ásamt því að vera settur héraðsdómari af og til. Rak síðan frá aldamótum eigin lögmannsstofu ásamt því að sinna ýmsum stjórnsýslustörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ingi mætti við dómsuppkvaðningu í máli fyrir Héraðsdómi Vesturlands árið 2002 fyrir Óðinn nokkurn Sigþórsson frá Einarsnesi í Borgarfirði. Sá kærði úrskurð Félagsmálaráðuneytisins um að uppkosning færi fram í sveitarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð árið 2002. Málið dæmdi sjálfstæðismaðurinn og núverandi forseti Hæstaréttar Benedikt Bogason. Honum tókst með einhverjum óskiljanlegum og undarlegum hætti að komast að þeirri niðurstöðu að sá sem kærði kosningarnar þar sem eitt atkvæði gat ráðið úrslitum hafi í raun ekki viljað nýjar kosningar. Hann átti víst að mati Benedikts að vera að leika sér með ákærunni, fylla upp í tómið.   

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á ferðinni er grafalvarleg árás á lýðræðið.

Óðinn Sigþórsson var einn þriggja sjálfstæðismann sem kærði stjórnlagaþingskosninguna árið 2011. Lesendur geta dregið sínar ályktanir af hverju Ingi Tryggvason dúkkar upp í Borgarneshneykslinu og í dómsmálinu árið 2002.

Tryggvi neitar að afhenda myndbandsupptökur sem sýna hvort einhver hafi gengið um aðaldyr veislusalarins þegar atkvæði lágu þar óinnsigluð og eftirlitslaus. Það skiptir kannski ekki öllu því það eru margir aðrir inngangar að þessum sal sem ekki voru myndaðir eða endilega læstir fyrir umgegni. Hringekjan sem fór af stað með breyttum úrslitum kom Borgþóri Ólasyni klausturdóna aftur inn á þing. Hann er fyrrum Sjálfstæðismaður og kannski fer hann aftur í flokkinn haldi hann þingsætinu.

Á ferðinni er grafalvarleg árás á lýðræðið. Andlit atlögunnar er fésið á Inga Tryggvasyni. Málið er svo áríðandi að það kallar á lögreglurannsókn sem rekur símtöl Inga á þeim 6 klukkutímum sem atkvæðin lágu varnarlaus á glámbekk. Einnig þarf að skoða smáskilaboð og tölvupóst. Þessu máli er hvergi lokið og verður ekki þaggað niður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: