- Advertisement -

Hverju þykist Bjarna ráða?

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar.

Bjarni Benediktsson hefur leiðrétt sögusagnir um að stjórnmálaferill hans sé brátt á enda. Þetta er nokkuð sem Bjarni ræður minnstu um. Hann er að sigla Sjálfstæðisflokknum í strand. Hann ræður því ekki hvort og hversu lengi hann verður formaður gamla valdaflokksins.

Bjarni er sá ræður mestu í valdstjórninni. Það dugar ekki ef flokksfólk Sjálfstæðisflokksins og kjósendur spyrna við fótum. Það er í valdi þess fólks hvort það vilji hafa Bjarna áfram eða ekki. Ef ekki, þá víkur Bjarni. Einfaldara verður það ekki.

Bjarni er hrunmeistari. Í hans formennskutíð hefur hið sögulega gerst að Sjálfstæðisflokkurinn er að verða millistór flokkur. Hefur misst drjúgan hluta fylgisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjarri er að halda að orkupakkamálið skipti þar öllu. Aldeilis ekki. Icesave, Bjarni og Panama, þungarrofið og margt fleira er nefnt til.

Bjarni á allt undir öðru fólki. Hann ræður ekki eigin pólitískri framtíð sinni.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: