- Advertisement -

Hvernig stjórnvöld fikta í markaðshagkerfinu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Framgangan sendir aftur á móti þau skilaboð að hér á landi sé gjaldeyrismarkaður ríkisrekinn. Það fælir frá erlenda fjárfesta þegar við bætist að bankinn og fjármálaráðherra geta í sameiningu stöðvað allt útflæði fjármagns frá landinu hvenær sem er.

Myndin sýnir hvernig Seðlabanki Íslands falsar gengi krónunnar með heljarmiklum inngripum. Súlur neðan núllsins sýna hvað bankinn seldi mikinn gjaldeyri úr forðabúri landsins í hverjum mánuði til að trufla frjálsar markaðshreyfingar. Dýpsta súlan er í október 2020 þegar gjaldeyrir að andvirði 38 milljarða króna var seldur. Í mánuðinum þá var bankinn með meira en 65 prósent markaðshlutdeild. Heilt yfir voru inngripin 157 milljarðar króna á tímabili myndarinnar. Umsvif Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði er enn ein birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir ríkisrekstur því flokkurinn hefur staðið gegn framförum í gjaldmiðilsmálum.

Skiptir það máli hvort gengið er rétt skráð? Já, handstýring krónugengis veldur langvarandi ójafnvægi og fegrar myndina tímabundið. Úrlausn efnahagsmála er hent inn í framtíðina og öðrum ætlað að glíma við efnahagsvandamál samtímans. Hafa verður í huga að markaðurinn hefur aldrei rangt fyrir sér og knýr alltaf fram leiðréttingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Íslenska krónan:

Í dag þá á bankinn í mestum vandræðum með að snúa þessum 157 milljörðum aftur yfir í gjaldeyri án þess að það veiki krónuna umtalsvert.

Á síðasta ári þá var vöruviðskiptahallinn við útlönd 151 milljarður króna, sem rekja má að miklu leyti til rangrar gengisskráningar krónunnar. Til einföldunar má segja að Seðlabankinn hafi fjármagnað hallann að 88 prósent hluta, en inngrip síðasta árs voru 133 milljarðar króna. Þetta hefur þær afleiðingar að ytri áhætta þjóðarbúsins eykst að sama skapi því forðinn er minnkandi og erlendar skuldir vaxa. Það leiðir til verri lánskjara og æ dýrara verður að fjármagna hagkerfið. Á tímabili myndarinnar þá notaði Seðlabankinn 29 prósent af nettó gjaldeyrisvaraforðanum. Í dag þá á bankinn í mestum vandræðum með að snúa þessum 157 milljörðum aftur yfir í gjaldeyri án þess að það veiki krónuna umtalsvert.

Heimsviðskipti fara að 86 prósent hluta fram í bandarískum dollurum og evrum. Á milli myntanna er stöðugleiki og hagstjórn beggja vegna Atlantsáls snýst ekki um handstýringu viðskiptajafnaðar og gjaldmiðlagengis. Markaðurinn er látin afskiptalaus enda bestur til þess fallinn að koma á jafnvægi.

Inngrip Seðlabankans bæla niður verðbólguna um stund. Skuldadagarnir renna síðan upp þegar markaðurinn leiðréttir sig og bankinn  neyðist til að draga úr markaðsafskiptum af öryggisástæðum. Byrjar bankinn þá að kaupa gjaldeyri í samkeppni við aðra. Veikist þá krónan að öllu öðru óbreyttu og úr læðingi leysist niðurbæld verðbólgan. Þegar upp er staðið þá er ávinningurinn af markaðsafskiptum ríkisins enginn. Framgangan sendir aftur á móti þau skilaboð að hér á landi sé gjaldeyrismarkaður ríkisrekinn. Það fælir frá erlenda fjárfesta þegar við bætist að bankinn og fjármálaráðherra geta í sameiningu stöðvað allt útflæði fjármagns frá landinu hvenær sem er. Án fyrirvara þá geta einangrunarmúrar umlukið okkur. Já, ást Sjálfstæðisflokksins á ríkisrekstri er fölskvalaus.   


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: