- Advertisement -

Hvorki ætla né vilja út­rýma fá­tækt

Stjórn­völd hanga á handónýtu mannvondu kerfi sem fáir eða eng­inn skil­ur.

Inga Sæland skrifar:

Á sama tíma státa þessi sömu yf­ir­völd af því að Ísland búi við gegnd­ar­lausa hag­sæld og ríki­dæmi.

Rík­is­stjórn­in ætl­ar ekk­ert að gera til að rjúfa fá­tækt­ina sem stjórn­völd und­an­far­inna ára­tuga hafa viðhaldið grímu­laust gegn þeim sem höllust­um fæti standa í sam­fé­lag­inu. Síðustu rík­is­stjórn­um hef­ur gróf­lega mistek­ist að byggja upp skil­virkt sann­gjarnt vel­ferðar­kerfi. Stjórn­völd hanga á handónýtu mannvondu kerfi sem fáir eða eng­inn skil­ur. Veikt gam­alt fólk fær ekki aðgang að hjúkr­un­ar­heim­il­um, stjórn­völd skatt­leggja fá­tækt grimmt og skerða kinn­roðalaust þau sem veik­ast standa, tíu pró­sent barna líða skort, fólk skort­ir fæði, klæði og hús­næði. Á sama tíma státa þessi sömu yf­ir­völd af því að Ísland búi við gegnd­ar­lausa hag­sæld og ríki­dæmi. Þrátt fyr­ir þunga undiröldu og ósk um rétt­læti í sam­fé­lag­inu kem­ur til valda rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn og ver þetta brogaða mann­vonsku­kerfi. Þau sem ráða ferð hafa hvorki dug né áhuga á að koma með raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar til batnaðar fyr­ir þá sem mest þurfa á að halda. Þau hvorki ætla né vilja út­rýma fá­tækt. Þetta er óþolandi ástand og nú er mál að linni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokk­ur fólks­ins er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn á Alþingi sem berst af afli og hug­sjón gegn fá­tækt. Við höf­um lagt inn á Alþingi fimm for­gangs­mál flokks­ins á kom­andi þing­vetri:

  • 1. Skatt­leys­is­mörk hækki svo að þeir sem lægstu laun­in hafa geti lifað mann­sæm­andi lífi. Við vilj­um hækka skatt­leys­is­mörk upp í 350.000 krón­ur á mánuði og taka upp fallandi per­sónu­afslátt. Okk­ar út­færsla skil­ar lág­tekju­fólki raun­veru­legri tekju­aukn­ingu.
  • 2. Bundið verði í lög að ör­orku­líf­eyr­ir, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­ir og elli­líf­eyr­ir tryggi 300.000 króna lág­marks­fram­færslu, skatta- og skerðingalaust.
  • 3. Örorku­líf­eyr­isþegum verði heim­ilt að afla sér at­vinnu­tekna í tvö ár án þess að nokkr­ar bæt­ur skerðist. Þetta yrði risa­stór hvati til að sá hluti þessa fólks sem hef­ur starfs­getu geti kom­ist aft­ur inn á vinnu­markaðinn, sér og þjóðinni til heilla.
  • 4. Ríki og sveit­ar­fé­lög­um verði skylt með lög­um að út­vega öldruðum sem hafa geng­ist und­ir færni- og heil­sum­at dval­ar- og hjúkr­un­ar­rými eigi síðar en 60 dög­um eft­ir að mat sýni að viðkom­andi eigi rétt á slíku rými. Mak­ar þeirra sem fá vist­un á öldrun­ar­stofn­un­um fái sjálf­krafa að dvelja með hinum vistuðu óski þau slíks.
  • 5. Of­an­greind­ar til­lög­ur þarf að fjár­magna. Flokk­ur fólks­ins legg­ur nú fram til­lögu þess efn­is að staðgreiðsla skatta fari fram við inn­borg­un í líf­eyr­is­sjóði en ekki við út­greiðslu. Þetta myndi skila rúm­um 70 millj­örðum króna ár­lega til rík­is og sveit­ar­fé­laga. Þetta fé má nýta til að standa straum af þeim rót­tæka vel­ferðarpakka sem Flokk­ur fólks­ins legg­ur nú til með þess­um fimm for­gangs­mál­um sín­um á nýju þingi.

Greini birtist í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: