- Advertisement -

Í afneitun í heilt ár

Á síðasta ári þá settu Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands nýtt Íslandsmet í hrakspám.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hagspá Miðjunnar hafði aðra sögu að segja, spáði að ársverðbólga væri að stefna á 4,5 prósentin. Nú er bólgan komin í 4,6 prósent.

Í maí á síðasta ári þá lýstu jötnar íslenskra hagspáa því yfir að verðbólga þess árs yrði um 2,5 prósent og eitthvað svipað á yfirstandandi ári. Hagspá Miðjunnar hafði aðra sögu að segja, spáði að ársverðbólga væri að stefna á 4,5 prósentin. Nú er bólgan komin í 4,6 prósent. Jötnarnir og fjölmiðlar þóttust ekki taka eftir hagspá Miðjunnar þó það sé hlutverk þeirra að fylgjast vel með. Það er nefnilega plagsiður á Íslandi að afar þröngur hópur telur sig hafa einkarétt á tjáningu um efnahagsmál til að móta umræðuna. Fjölmiðlar ræða alltaf við sömu örfáu álitsgjafana, sem sjálfir hafa ráðfært sig innbyrðis um hvernig hlutirnir mögulega verða í náinni framtíð. Tekin eru halarófu-viðtöl og allir syngja sama sönginn.    

Þú gætir haft áhuga á þessum

Launahækkanir hafa verið skynsamlegar og innan marka sem hagkerfið ræður við.

Vandamálið er að þessir sjálfskipuðu sérfræðingar eru bara ekki spámannlega vaxnir þó þeir tilheyri réttu kreðsunni. Nú þegar hagspá Miðjunnar er gengin eftir þá eru sömu andlitin komin á stjá. Og halarófu-viðtölin eru byrjuð. Svona eins og að „the usual suspects“ séu marktækari í dag en í gær. Á síðasta ári þá settu Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands nýtt Íslandsmet í hrakspá. Spáðu að samdráttur landsframleiðslunnar yrði 18 prósent. Niðurstaðan var samdráttur upp á 6,6 prósent, en Miðjan spáði 4,9 prósenta samdrætti. Þrátt fyrir óhemju litla spágetu Samtakanna þá koma fulltrúar samtakanna fram í fjölmiðlum og reyna að selja landsmönnum óhaldbæran áróður um orsakir og afleiðingu.

Orsakir mikillar verðbólgu eru að sögn Samtakanna að finna í hækkun lágmarkslauna. Seðlabanki Íslands hefur aftur á móti lýst því yfir að yfirstandandi verðbólga sé að langmestu leyti vegna veikingar krónunnar á síðasta ári. Eigin útreikningar sýna síðan að á undanförnum árum hefur ekki verið orsakasamband milli kjarasamninga og verðhækkana. Sem sagt, launahækkanir hafa verið skynsamlegar og innan marka sem hagkerfið ræður við. Svo langt ganga Samtökin í áróðri sínum að þau segja núna að umræddar launahækkanir eigi það inni að hafa áhrif til verðhækkunar. Þetta er fullkomin afneitun á staðreyndum. Blaðamenn haalda samt áfram að taka viðtöl við útsendara Borgartúns 18. Á sama tíma er ekki að finna eitt viðtal við fulltrúa launþegahreyfinga út af sama máli. Það er mál að linni. Blaðamenn þurfa að vakna til vitundar og hætta allri meðvirkni. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: