- Advertisement -

Í boði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks

Klofningsframboðunum er stjórnað af tveimur fýlupúkum sem hafnað var af móðurflokkunum.

Jóhann Þorvarðarsin skrifar:

Á myndinni þá ber ég saman landsframleiðslu Norðurlandanna á hvern íbúa árið 2019. Noregur trónir í efsta sæti vegna digra olíulinda. Finnland situr í neðsta sæti vegna sértækra áfalla sem dunið hafa á landinu á öldinni. Þar má til dæmis nefna kaup Microsoft á farsímahluta Nokia sem hafði mikil neikvæð áhrif á tæknigeirann í Finnlandi. Minnkandi notkun pappírs í heiminum lagðist einnig þungt á hagkerfi Finna sem og viðskiptabann vestrænna þjóða á Rússland. Ofan á leggst síðan mikil veiking rússnesku rúblunnar á umliðnum mörgum árum sem dregið hefur úr kaupgetu Rússanna. Sögulega séð þá hafa Finnar átt í drjúgum utanríkisviðskiptum við austrið. Síðan árið 2015 þá hafa Finnar aftur á móti verið duglegir að snúa hlutunum við og sækja nú að sæti Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Segja má að samanburður Íslands við Danmörk og Svíþjóð sé raunhæfastur og þá hlýtur eitthvað að útskýrir af hverju Danir sköpuðu 27 prósent meiri verðmæti en Íslendingar og Svíar 13 prósent meiri auðlegð. Sjálfur tel ég að það sé einkum þrennt sem líta beri til. Jöfnuður er meiri í samanburðar löndunum tveimur, en aukinn jöfnuður stuðlar að sjálfbærari hagvexti en ella samkvæmt skrifum Þorvaldar Gylfasonar prófessors. Það varðar því almannahagsmuni að auka jöfnuð á Íslandi.

Frændur okkar Danir og Svíar búa við meiri verðstöðugleika, en slíkt verndar verðmæti. Síðan er meiri samkeppni ríkjandi í löndunum, en vitað er að aukin samkeppni stuðlar að betri nýtingu aðfanga og hún örvar verðmætasköpun. Nærtækt er að vísa aftur til Nokia, en í áratugi þá var fyrirtækið leiðandi í þróun farsímatækni í heiminum. Það hafði geipileg samlegðaráhrif yfir á aðrar greinar sem voru tilbúnar að keppa á alþjóðavettvangi. Í dag þá er Nokia aftur byrjað að höndla með farsíma og tækni tengdri farsímum.

Nauðsynlegt er að draga fram þennan mikla mun þar sem senn líður að Alþingiskosningum. Í marga áratugi þá hafa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur borið ábyrgð á slakri landsstjórninni. Nýjasta dæmið er nýr milliríkjasamningur við Bretland, sem hlotið hefur harða gagnrýni frá tilteknum samtökum í atvinnulífinu. Vilji fólk betri stjórn, meiri jöfnuð og aukna velmegun þá eru Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur vondir kostir til að kjósa. Sama má segja um klofningsbrotin tvö úr flokkunum því sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Klofningsframboðunum er stjórnað af tveimur fýlupúkum sem hafnað var af móðurflokkunum. Fýlupúkar taka aldrei farsælar ákvarðanir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: