- Advertisement -

Í stríð við almenning

Í stað þess að ýta undir styrkinguna þá hefur bankinn ítrekað truflað markaðinn með glórulausum inngripum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þá er það endanlega staðfest að Seðlabanki Íslands hefur það sem markmið að vilja veika krónu eða krónu með minnkandi kaupmátt. Það er andstætt hagsmunum almennings enda stuðlar veikari króna að vaxandi verðbólgu. Miðað við nýjustu verðbólgutölur þá er framreiknuð verðbólga til eins árs komin í 6,6 prósent.

Frá því í síðustu viku þá hefur krónan verið í kærkomnum styrkingarham eftir langt skeið veikingar. Þar kom til aukið innflæði erlends gjaldeyris frá útflutningsfyrirtækjum og lúkning á stöðum spákaupmanna gegn krónunni. Í stað þess að ýta undir styrkinguna þá hefur bankinn ítrekað truflað markaðinn með glórulausum inngripum. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir neytendur enda eflir sterkari króna  eftispurnarhlið hagkerfisins, sem ætti að vera verkefni dagsins í hagstjórn, og dregur úr atvinnuleysi. Augljóst er að bankinn er að missa tökin á verkefni sínu sem er að halda verðbólgunni undir 2,5 prósentum. Eins og með skipstjórann sem ekki fiskar þá gerast þær raddir háværari að skipta þurfi um mann í brúnni.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: