- Advertisement -

Inga átti kollgátuna

Þeir sem réðust á Ingu ættu að sjá sóma sinn í því að biðja hana afsökunar!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nú þegar búið er að að loka landinu, eða þar um bil, til að verjast kóvít-19 veirunni þá rifjast upp fyrir mér að Inga Sæland þingmaður lagði það strax til í upphafi faraldursins að loka landinu. Hún var úthrópuð úr ræðustól Alþingis og víðar. Gert var grín að stöðumati hennar, hún var höfð að háði og spotti. Var ásökuð um að telja sig vera sérfræðing í farsóttum og ætti bara ekkert að vera með tjáningar um lokun landsins. Mér er það einnig minnisstætt að þegar landið var opnað að nýju síðastliðið sumar vegna þrýstings ferðaþjónustunnar að þá hafi hún aftur orðið fyrir kaldhæðni, jafnvel sökuð um landráð. Það þarf vart að fjölyrða um það að dauðsföll vegna veirunnar á Íslandi væru færri en raunin er ef komið hefði til allsherjar lokunar. Já, og slysið á Landakoti hefði ugglaust ekki átt sér stað. Í dag þá er staðan mikið breytt. Almenn sátt er um grjótharðar aðgerðir á landamærum til að verja heildarhagsmuni samfélagsins í stað sérhagsmuna fárra.

Lönd eins og Ástralía og Nýja Sjáland tóku strax þann pól í hæðina að loka öllum aðgangi strax í upphafi með eftirtektarverðum árangri. Á Nýja Sjálandi þá er fjöldi dauðsfalla ekki nema 26 á meðan hann er 29 á Íslandi. Mannfjöldi Sjálendinga er þréttán faldur á við Íslendinga. Fjöldi staðfestra smita þarna suður frá er 2.350 á meðan þau eru 6.045 á Ísland þegar þessi orð eru skrifuð. Atvinnuleysi á Nýja Sjálandi er 4,9 prósent á meðan tæp 13 prósent vinnuafls er án vinnu á Fróni. Þeir sem réðust á Ingu ættu að sjá sóma sinn í því að biðja hana afsökunar!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: