- Advertisement -

Innherjaupplýsingar fyrir Bjarna Ben?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Almennt hjá þróuðum löndum þá eru starfsmenn seðlabanka ekki kallaðir á fund til skrafs og ráðagerða við stjórnarmyndunarviðræður af ástæðum sem nefndar eru að ofan. Nei, Ísland er öðruvísi.

Ég var hugsi þegar ég las fréttir um að oddvitar ríkisstjórnarflokkanna ættu fund með seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands. Slíkur fundur er óeðlilegur og brýtur gegn lagalegri stöðu bankans um hlutleysi gagnvart ríkisstjórn og öðrum þáttum ríkisvaldsins. Fundurinn kom mér aftur á móti ekki á óvart þar sem bankastjórinn hefur áður sýnt tilburði að virða ekki lög og að gera bankann að pólitískum leikara. Nærtækt er að nefna lausa tungu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra fyrir nýafstaðnar kosningar þegar hann var með tjáningar um stefnu Viðreisnar í evrumálum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtti sér tjáninguna í pólitískum tilgangi.

Einnig má rifja upp þegar Seðlabankinn gerði ólögmætt samkomulag við lífeyrissjóði landsins um að fjárfesta ekki erlendis á síðasta ári. Tilgangurinn var að halda uppi fölsku gengi krónunnar. Hið ólögmæta markaðssamráð vann gegn hagsmunum sjóðfélaga sem eiga allt undir að lífeyrissjóðir hámarki arðsemina og lágmarki áhættu.

Áður en ríkisstjórn Joe Bidens tók við þá voru engir fundir með Jeromy Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Ég get ekki betur séð en að enn hafi enginn fundur átt sér stað þarna á milli þó liðnir séu 6 mánuðir frá innsetningu Joe Bidens í embætti forseta. Hann hefur sagt að hann virði sjálfstæði bankans og þarna á milli eigi að vera engin samskipti. Þegar nuðynlegt er að bankinn upplýsi um gang mála og horfur þá eru haldnir yfirheyrslufundir í þinghúsinu fyrir opnum tjöldum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Upplýsingar:

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis og fréttir frá fjármálahruninu segja að fjölskylda Bjarna Ben hafi fengið sérmeðferð á grundvelli innherjaupplýsinga hjá Íslandsbanka. Lesandinn getur velt því fyrir sér hvort innherjaupplýsingar frá seðlabankastjóra rati á valda staði út í bæ.

Yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi kalla ekki á fund með seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu. Kæmi slík beiðni þá myndi henni einfaldlega vera hafnað og aðilum bent á að lesa opinber gögn frá bankanum um stöðu mála. Sama á við um Noreg. Mér vitandi þá dettur frændum okkar ekki í hug að panta fund með seðlabankastjóra landsins.

Almennt hjá þróuðum löndum þá eru starfsmenn seðlabanka ekki kallaðir á fund til skrafs og ráðagerða við stjórnarmyndunarviðræður af ástæðum sem nefndar eru að ofan. Nei, Ísland er öðruvísi. Með svona fundi þá fá oddvitarnir innherjaupplýsingar enda hefur seðlabankastjóri mikla tjáningarþörf. Hann er lausmáll. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis og fréttir frá fjármálahruninu segja að fjölskylda Bjarna Ben hafi fengið sérmeðferð á grundvelli innherjaupplýsinga hjá Íslandsbanka. Lesandinn getur velt því fyrir sér hvort innherjaupplýsingar frá seðlabankastjóra rati á valda staði út í bæ.

Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur telji eðlilegt að umræddur fundur hafi átt sér stað enda sýndi það sig fyrir fjármálahrun að flokkarnir voru beinlínutengdir við hagsmunaaðila á öllum vígstöðvum. Samansúrrunin var altæk. Það sem kemur óþægilega a óvart er hvað Vinstri græn og Katrín Jak falla fljótt og vel að spilltri menningu samstarfsflokkanna. Vart má á milli sjá hvaða flokkur boðaði eitt sinn ný og bætt vinnubrögð. Gamla Ísland hefur orðið ofan á.     


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: