Fréttir

Íris bæjarstjóri mótmælir Jóni ráðherra

By Miðjan

March 16, 2022

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum:

„Enn einu sinni!

Hvers vegna er þessi þráhyggja gagnvart því að leggja allt niður á landsbyggðinni!

Að hafa einn sýslumann fyrir allt landið (örugglega í Reykjavík) er ekki góð hugmynd.

Þessu verður mótmælt harðlega! Eins og við gerðum þegar síðasti dómsmálaráðherra reyndi að leggja niður sýslumannsembættið hér í Eyjum 2019.

Hér þarf að vera sýslumaður, það hefur sýnt sig. Við munum ekki sætta okkur við þetta útspil ráðherra!“