- Advertisement -

Ísland eykur verðbólguhraðann á ný

Jóhann Þorvarðarson:

Miðað við fyrri hegðun Seðlabanka Íslands þá tel ég næsta víst að bankinn hækkar vexti í maí. Enginn ætti að láta það koma sér á óvart að hækkunin gæti orðið 0,75 til 1 prósentustig. Ef svo verður þá er ömurleg spá mín um að stýrivextir séu að stefna á 10 prósentin ekki fjarlægur möguleiki.

Verðbólgumóri lætur ekki hæðast að sér og jók hann fartið í apríl. Er staðan núna óbreytt frá því í sama mánuði fyrir ári síðan þrátt fyrir endurteknar vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Ársbólgan er aftur farin að narta í 10 prósentin og verðhækkanir í apríl eru við  efri mörk þess sem við höfum séð síðustu 13 mánuðina samanber myndin.

Hagdeildir bankanna halda áfram að skjóta langt fram hjá stönginni, en þeir reiknuðu með hjöðnun bólgunnar. Framhjáspörk bankanna eru fyrir löngu farin að vera aðhlátursefni og tiltrú til þeirra beði afhroð. Það er miður enda ættu bankarnir að hafa efni  því á að laða til sín hæfileika. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Laun eru jafnframt enn uppspent.

Þróun mála í apríl er í samræmi við áhyggjur mínar sem ég setti fram hér (Er verðbólga aftur á uppleið?). Það blasir nefnilega við að grundvallar hagstærðir eru á uppleið. Á Bretlandseyjum þá er verð á matvörur hástökkvari mánaðarins og í Bandaríkjunum þá hefur húsnæðismarkaðurinn tekið fjörkipp eftir að vextir á húsnæðislánum lækkuðu um hálft prósentustig að jafnaði. Verð á  vöru og þjósnustu sem beint er að heimilum hækkaði miklu meira í verði á fyrsta fjórðung ársins en markaðurinn reiknaði með eða um 4,2 prósent á meðan væntingar voru um 0,5 prósent hækkun. Laun eru jafnframt enn uppspent.

Á Íslandi þá hefur það vart farið fram hjá þeim sem halda utan um buddu heimilanna að matarverð,  húsaleiga og flug sé á miklu uppsogi. Þegar ég skráði verð í apríl þá hef ég verið að sjá svæsnar hækkanir í Bónus og Krónunni á meðan Costco hefur haldið sjó. Þar sem ég nefni Costco á nafn þá gagnrýni ég af hverju Hagstofan hefur ekki verslunina með í sínum verðmælingum, en ég fullyrði að þá væri verðbólgumóri ekki jafn brattur og hann er.

Miðað við fyrri hegðun Seðlabanka Íslands þá tel ég næsta víst að bankinn hækkar vexti í maí. Enginn ætti að láta það koma sér á óvart að hækkunin gæti orðið 0,75 til 1 prósentustig. Ef svo verður þá er ömurleg spá mín um að stýrivextir séu að stefna á 10 prósentin ekki fjarlægur möguleiki. Efnahagsleg kólguský hafa verið að hrannast upp. Mest af þeirri uppsöfnun er á ábyrgð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: