- Advertisement -

Ísland handhafi gullverðlauna

Margir muna eftir æðinu í kringum refaræktina, ferðaþjónustan og núna er það laxeldið svo ég telji fátt eitt upp.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Lönd sem við berum okkur gjarnan saman við eru með mun minna atvinnuleysi eins og öðruvísi lituðu súlurnar sýna á mynd 1 sýna. Löndin hægra megin við Ísland hafa búið við tröllvaxið atvinnuleysi um langt árabil, jafnvel áratugi. Grikkland sem dæmi var með atvinnuleysi norðan við 25 prósent árið 2013, en merkilegt er að atvinnuleysi hefur ekki aukist nema um rúmt prósentustig í heimsfaraldrinum samkvæmt nýjustu tölum. Það er líklega hærra, en þar í landi eru mælingar gerðar ársfjórðungslega. Stendur núna í 16,8 prósentum. Vandi Grikkja er af öðrum toga en víðast annars staðar. Sambærilega frásögn má segja um önnur lönd sem sitja hægra megin við okkur. Ísland er því í raun gullhafi í atvinnuleysi ef við lítum eingöngu til landa sem við berum okkur saman við. Ég vek sérstaka athygli á stöðu Nýja Sjálands, sem Ísland er oft borið saman við vegna líkinda í uppbyggingu beggja hagkerfa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið hér ríkjum um áratugaskeið og er ekki kallaður afturhaldsflokkur án ástæðu.

Á mynd 2 má sjá hvert framlag ferðaþjónustu og tengdra greina er til landsframleiðslunnar. Ísland lendir í silfursætinu á eftir Króatíu eins og við gerum oft í handboltanum.

Myndirnar tvær endurspegla vel rót vandans. Í stað þess að stjórna landinu af fyrirhyggju þá er ástunduð viðbragðsstjórnun á Íslandi. Margir muna eftir æðinu í kringum refaræktina, ferðaþjónustan og núna er það laxeldið svo ég telji fátt eitt upp. Allt tal um nýsköpun þykir lausnarorðið í dag og stjórnvöld þykjast vera að gefa því málefni aukna athygli. Of seint er þó í rassinn gripið þegar vandinn er kominn í brókina.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið hér ríkjum um áratugaskeið og er ekki kallaður afturhaldsflokkur án ástæðu. Þar á bæ eru menn svo uppteknir af sérhagsmunagæslu að framsýni og gáfulegar ákvarðanir eiga ekki upp á pallborðið þegar á hólminn er komið. Ég hef lengi talað fyrir því að hækka atvinnuleysislaunin myndarlega. Þannig höldum við upp ákjósanlegu eftirspurnarstigi í hagkerfinu og aukum hreyfanleika vinnuafls úr ferðaþjónustunni yfir í aðrar atvinnugreinar. Nýjar greinar skapast hraðar en ella. Hlutabótaleiðin gerir lítið annað en að festa launafólk vistarböndum við fyrirtæki sem skapa mikið af láglaunastörfum í grein sem er afar sveiflukennd. Árangurinn yrði að svarta súlan á mynd 2 færist til vinstri. Súlan á mynd 1 færist einnig til vinstri sem táknar minna atvinnuleysi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: