- Advertisement -

Ísland í augum útlendinga

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þetta eru bara fáein sýnishorn sem blasa við útlendingum sem kynna sér land og þjóð. Og allt er þetta í boði Vinstri grænna, sem með glöðu geði hafa tekið þátt í að afmá siðferðismörk.

Yfirmaður fjármálamarkaða er sakaður um hugverkastuld og fjármálaráðherra er í Panamaskjölunum. Formaður Framsóknar sagði þegar uppgötvaðist að tveir ráðherrar væru í skattaskjólum að einhvers staðar yrðu menn að geyma peningana. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er ábyrgur fyrir Landsréttarhneykslinu, heldur dómsmálaráðuneytinu. Bætir síðan í og gerir umdeildan einstakling að dómsmálaráðherra, sem Katrín Jak trúir á. Sá þakkar fyrir sig og fær sér enn umdeildari aðstoðarmann til að ráðleggja sér í kynferðisbrotamálum.

Besti vinur Samherja var gerður að sjávarútvegsráðherra og Namibíumálinu var sópað undir mottu. Náttúru- og umhverfisvernd var vikið til hliðar til að hleypa norskum auðjöfrum að svo þeir gætu fyllt firði landsins af laxeldisskít. Ráðstöfunarréttur sjávarauðlindarinnar er á höndum örfárra einstaklinga. Umhverfismál eru færð á hendur flokks sem berst fyrir eftirlitsleysi og mengandi iðnaði. Yfirhilmari kosningasvindlsins er gerður að forseta Alþingis. Hlutur í Íslandsbanka er seldur á tug milljarða undirverði. Og svo er sá aðili á Íslandi sem barist hefur fyrir framleiðslu spilafíkla gerður að heilbrigðisráðherra. Lögreglurannsókn leiddi í ljós að fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur í Ásmundarsal. Sá hefur ekki verið sektaður né kærður. Síðan er stjórnarskráin, sem þjóðin samdi og kaus sér, jörðuð. Og bágstaddir bíða enn eftir réttlætinu.

Þetta eru bara fáein sýnishorn sem blasa við útlendingum sem kynna sér land og þjóð. Og allt er þetta í boði Vinstri grænna, sem með glöðu geði hafa tekið þátt í að afmá siðferðismörk. Það er eins og einn reyndur aðili sagði við mig, því lægri standard sem þú aðhyllist því meiri frama nærðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: