- Advertisement -

Íslandsbankastýran mælir með að kveikja í sparifé landsmanna

Yfirstéttin sem aldrei ber neina ábyrgð vill að skríllinn borgi fyrir illa rekið félag.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Alveg er það makalaust að hlusta á bankastýru Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttur, segja að sölukynning Icelandair sé trúverðug og hófsöm. Með öðrum orðum að það sé góð ráðstöfun á sparifé  og lífeyri að kaupa hlutabréf í félaginu. Á sama tíma hafa aldrei fleiri dagleg veirusmit mælst í heiminum og flugfélagið er búið að tapa 50 milljörðum króna það sem af er árinu. Yfirburðastaða Icelandair yfir Atlantshafið er hverfandi og félagið er tæknilega gjaldþrota. Önnur félög eru að fylla í skarðið hraðar er vindurinn á meðan Icelandair fellir niður flugferðir. Samt skal það brýnt fyrir landsmönnum og lífeyrissjóðum að fjárfesta í þessu fallandi firma.

Yfirstéttin sem aldrei ber neina ábyrgð vill að skríllinn borgi fyrir illa rekið félag. Félag sem byrjaði að tapa miklu fé löngu fyrir veirufaraldurinn þökk sé Samherjaskátanum Björgúlfi Jóhannssyni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: