- Advertisement -

Íslandsbanki forðast kjarnann

Verðbólga ársins stefnir í 4,4 prósent á sama tíma og markmið bankans er 2,5 prósent.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka lagði spurningu fyrir sjálfan sig í grein sem birtist í viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag, „Var Seðlabankinn að sóa gjaldeyrisforðanum?“. Spurningin er réttmæt og sett fram í tengslum við mikla sölu bankans innan úr forðanum undanfarnar vikur. Jón telur söluna rökrétta og til þess fallna að draga úr falli krónunnar þegar flæði peninga er úr landinu. Hann telur einnig að sala úr forðanum viðhaldi trú á verðbólgumarkmiði bankans. Ég get tekið undir fyrra atriðið, en ekki það seinna. Verðbólga ársins stefnir í 4,4 prósent á sama tíma og markmið bankans er 2,5 prósent.

Markmið um verðbólgu getur aldrei verið réttlæting fyrir inngripum á gjaldeyrismarkað. Það leysir ekki undirliggjandi efnahagsvanda. Vel rekin vestræn hagkerfi hafa fyrir löngu aflagt þann ósið að fikta við gengi eigin gjaldmiðils í þeim tilgangi að falsa verðbólgutölur. Nærtækt dæmi er breska pundið þegar það lenti í mikilli ágjöf eftir Brexit kosningarnar. Þá veiktist pundið um á fjórða tug prósenta á skömmum tíma, en náði helming veikingarinnar til baka á mælikvarða Fibonacci greiningar. Síðan kom önnur dýfa í kjölfar Kóvíd-19 og veiktist pundið þá um hartnær 50 prósent frá sínu besta gildi tveimur árum fyrir Brexit kosningarnar. Í dag þá er pundið búið að ná myndarlegum hlut til baka af veikingunni þó pundið sé ekki komið í var. Á meðan á öllu þessu stóð þá greip breski seðlabankinn aldrei inn á gjaldeyrismarkaðinn heldur studdist við önnur úrræði sem Seðlabanki Íslands heykist á að grípa til. Þar á ég við að lækka stýrivexti niður í núllið og magnbundna íhlutun. Það er meira sem breski bankinn hefur gert, en það bíður betri tíma að fjalla um þau verk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar spilar margt inn í eins og það að bankinn styðst ekki við markaðsinngrip.

Að baki því að breski seðlabankinn grípur ekki til inngripa liggur sú grunnforsenda að pundið nýtur almenns traust á fjármálamörkuðum heimsins til lengri tíma litið. Þar spilar margt inn í eins og það að bankinn styðst ekki við markaðsinngrip. Með traustið að vopni þá er alltaf við því að búast að pundið nái vopnum sínum aftur. Einnig er það viðhorf ríkjandi hjá breska bankanum að taumhaldi verður ekki komið á verðbólgu með fölsun á markaðsgengi pundsins. Slíkar teygjur og fettur koma í bakið á hagkerfum og með verri afleiðingum en reynt var að forðast með inngripunum. Á það er vert að benda að hrakningar pundsins undanfarin ár hafa ekki leitt til verðbólguvanda. Á undanförnum fimm árum þá hefur bólgan verið að jafnaði 1,6 prósent árlega. Út frá þessu má vel álykta að eitthvað sé brotið við stjórn íslenska hagkerfisins og rekstur íslenskra fyrirtækja.

Það sem vakti mesta athygli mína í grein Jóns Bjarka er það sem hann fjallar ekki sem er hvort Seðlabanka Íslands sé heimilt að nota forðann til að trufla gjaldeyrismarkaðinn. Sjálfur hef ég ítrekað fjallað um málið samanber til dæmis þessi grein hér Er 100 milljörðum laumað fram hjá Alþingi?“ þar sem ég held því fram að bankinn hafi ekki lagaheimild til inngripa. Aðgerðir bankans vinna gegn efnahagslegum almannavörnum þegar markaðsbrestur verður í greiðslukerfum veraldar. Af þessu tilefni þá hef ég sent fyrirspurn til Seðlabankans þar sem ég óska eftir upplýsingum á hvaða lagagrundvelli bankinn stundar sín stanslausu inngrip.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: