- Advertisement -

Íslenska kyrkingarólin þéttist enn og aftur

Jóhann Þorvarðarson:

Í því samhengi verður að skipta um áhöfn upp í Seðlabanka og við ríkisstjórnarborðið. Á báðum stöðum þá veður fólk moðreyk.

Eins og ég spáði fyrir um þá hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti í dag um 1 prósentustig og eru því komnir í 7,5 prósent samanber myndin. Á sama tíma þá búa Danir og Evrubúar við vexti sem ekki ná hálfdrætti á við þá íslensku. Gálgavextirnir og afgerandi forskot Íslands í uppsafnaðri verðbólgu síðan í ágúst 2019 sanna svo ekki verður um villst að íslensk hagstjórn er í molum.

Það fylgir því mikill persónulegur harmur að verða vitni að því að ítrustu spár mínar eru að ganga eftir, en ég hef skrifað fyrir daufri athygli í mörg misseri um að hagkerfið stefndi á þann stað sem það er nú komið á. Ástandið er grafalvarlegt og á eftir að versna ef ekki verður algjör u-beygja á málum. Í því samhengi verður að skipta um áhöfn upp í Seðlabanka og við ríkisstjórnarborðið. Á báðum stöðum þá veður fólk moðreyk. Það liggur fyrir staðfest að Seðlabanki Íslands fylgir úreltri peningamálastjórn, sem átti við þegar í heiminum var verðbólgudeifð í um 15 ár. Sú áhöfn sem þar stjórnar er ekki enn búin að fatta að nýir tímar eru allsráðandi.

Og til að bæta sjávarsalti í sárin þá komu slæmar verðbólgutölur um breska hagkerfið út núna klukkan sjö í morgun, sem sýna að verðbólgudraugurinn er hvergi nærri að gefa upp öndina. Þar hækkaði verðlag upp í 10,4 prósent eftir að hafa farið niður í 9,8 prósent í síðasta mánuði. Á sama mælikvarða og notaður er á Íslandi þá hækkaði verðbólgan upp í 9,2 prósent og úr 8,8 prósentum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: