Greinar

Íslenskir stjórnamálaleiðtogar verða að taka sig taki

By Aðsendar greinar

May 23, 2021

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Sanngjörn krafa til stjórnenda er að vera vakandi og geta brugðist við af ábyrgð, ef eitthvað er að.

RÚV, Kjarninn og Stundin hafa reglulega flutt fréttir af því að það er mikið að í starfsháttum Samherja. Jafnframt hafa erlendir fjölmiðlar flutt fréttir af mútugreiðslum, skattsvikum og peningaþvætti, en það á m.a. við um; arabíska, afríkanska, Norræna og þýska fjölmiðla. Engu að síður þá láta íslenskir stjórnmáleiðtogar eins og ekkert sé, með örfáum undantekningum og þá helst að þeir Gunnar Smári í Sósíalistunum og Guðmund Franklín í FL láti skýrt í sér heyra.

Ekki virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi kippt sér sérstaklega upp við að hálaunaður einkaspæjari Samherja hafi dvalið reglulega í garðinum hjá Helga Seljan eða að staðfest sé að yfirmenn fyrirtækisins hafi lagt á ráðin um að draga úr trúverðugleika erlendra blaðamanna sem gerðu heimildarþætti um vafasama starfsemi Samherja í Færeyjum. Nei nei ekki frekar en aðrir stjórnmálaleiðtogar á hinu háa Alþingi hafi krafist aðgerða þegar uppvíst hefur orðið um grun um skipulagðan undirróður gegn frjálsum félagsamtökum blaðamanna eða óeðlilegum afskiptum af prófkjörsbaráttu einstakra stjórnmálamanna.

Sér íslenska stjórnmálastéttin ekki fáránleiknan í því að bregaðast í engu við þegar upplýst er um að yfirmenn Samherja hafi ráðgert að “slátra” verðlaunuðum uppljóstrara með vitund fyrrum formanns Samataka Atvinnulífsins?

Hver hafa viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna verið hingað til?

Vonandi fara íslenskir stjórmálamenn að átta á því að ekki er hægt að ýta óþægilegum spillingarmálum á undan sér, í þeirri von um að þau leysist af sjálfu sér.