Mannlíf

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent

By Sigrún Erna Geirsdóttir

February 02, 2015

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á föstudag. Í flokki fagurbókmennta: Ófeigur Sigurðsson fyrir skáldsöguna Öræfi, í flokki barna- og unglingabóka: Bryndís Björgvinsdóttir fyrir unglingabókina Hafnfirðingabrandarinn og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Snorri Baldursson fyrir Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar.

Þau hljóta að launum verðlaunagripi og eina milljón króna hvert.

Sjá frétt á vef Félags bókaútgefenda.