- Advertisement -

Íslenskur siðferðisbrestur í boði Vinstri grænna

Jóhann Þorvarðarson:

Þegar kemur að siðferðilegum kröfum til stjórnmálamanna þá stöndumst við engan samjöfnuð við Breta. Þökk sé Vinstri grænum, nei fyrirgefið Hægri grænum.

Boris Johnson var hrakinn úr ráðherraembætti vegna brota á sóttvarnarreglum í kóvítfaraldrinum. Síðan komst sérstök rannsóknarnefnd breska þingsins að niðurstöðu í vikunni um að maðurinn hafi logið að þinginu um að hafa ekki brotið gegn sóttvarnarreglum. Tilneyddur þá hefur Boris einnig sagt af sér þingmennsku. Eftir situr hann smáður og rúinn trausti.

Við Íslendingar sitjum aftur á móti uppi með fjármálaráðherra þrátt fyrir að hann hafi brotið sóttvarnarreglur í Ásmundarsal á Þorláksmessu árið 2020. Helstu viðbrögð ráðherrans voru að fá þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, til að hringja í innvígðan lögreglustjórann til passa upp á mál og skamma lögreglumennina sem skráðu atburðinn í dagbók löggunnar. Þegar kemur að siðferðilegum kröfum til stjórnmálamanna þá stöndumst við engan samjöfnuð við Breta. Þökk sé Vinstri grænum, nei fyrirgefið Hægri grænum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: