
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Við blasir að viðurkennd siðferðisviðmið þróaðra ríkja á undir högg að sækja á Íslandi nú þegar ríkisstjórnin hefur sett græðgina í fyrsta sætið.

Helgi Seljan upplýsir að ríkisstjórn Íslands hafi beitt sér svo Hvít Rússinn Aleksander Moshensky yrði ekki settur á bannlista vegna hildarleiksins í Úkraínu. Þar að baki eru meintir útflutningshagsmunir íslenskra fyrirtækja. Þar með hefur ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ásamt Vinstri grænum sett verðmiða á mannréttindi og líf. Bæði er í litlum metum hjá flokkunum enda vöruútflutningur til Hvít Rússlands ekki nema rúmir fjórir milljarðar króna á umliðnum 13 mánuðum.
Talan gæti orðið hærri nú þegar vel ber í loðnuveiði, en á móti kemur að ekki er siðlegt að verðleggja mannréttindi eða líf manna. Við blasir að viðurkennd siðferðisviðmið þróaðra ríkja á undir högg að sækja á Íslandi nú þegar ríkisstjórnin hefur sett græðgina í fyrsta sætið. Óhæf og skaðleg ríkisstjórn blasir við eftir uppljóstrun Helga.