- Advertisement -

Jæja Seðlabanki, bara rað-reglubrjótur!

Ekki er þetta nú efnilegt og Íslandi til ævarandi háðungar!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nú er staðfest að Seðlabankinn braut gegn stjórnsýslu- og jafnréttislögum og siðareglum starfsmanna ríkisins við ráðningu upplýsingastjóra bankans á síðasta ári. Stefnir í að ég og þú þurfum að borga margar milljónir í skaðabætur vegna axarskafta bankans! Hér að neðan ætla ég að telja upp 11-12 reglubrot í þessu eina máli. Þrír stjórnendur bankans skipuðu matsnefnd bankans í málinu: aðstoðarseðlabankastjóri, mannauðsstjóri og starfsmaður af skrifstofu seðlabankastjóra.

Gögn sýna að karlmaðurinn sem var ráðinn stóð einum kvenkyns umsækjanda langt að baki í öllum hlutlægum hæfnismælingum. Huglæg matsatriði náðu ekki að ryðja niðurstöðunni úr vegi að mati Úrskurðarnefndar jafnréttismála. Stjórnsýsluréttur kveður á um að hæfasti umsækjandinn skuli ráðinn. Vikið var frá þessari reglu. Hér er reglubrot nr. 1.

Þú gætir haft áhuga á þessum

m. Það er skýlaust brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar.

Þegar langt var liðið á matsferli umsækjenda og búið að grisja ákveðinn hóp frá sem talinn var hæfastur í starfið var nýjum hæfnisviðmiðunum bætt inn í matsferlið. Það brýtur gegn gagnsærri stjórnsýslu samanber reglur stjórnsýsluréttar. Hér er reglubrot nr. 2. Umsækjendur sem ekki náðu inn í þetta lokaúrtak voru því ekki metnir út frá þessum nýju viðmiðunum. Það er skýlaust brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Hér er reglubrot númer 3.    

Niðurstaða Kærunefndar jafnréttismála er að kvenkyns umsækjandi sem sótti um og metin er mun hæfari en sá karl sem ráðinn var hefði átt að fá starfsráðningu frekar en karlinn á grundvelli jafnréttislaga. Hér er reglubrot nr. 4.

Og þetta heldur áfram. Samkvæmt fyrstu reglu siðareglna ríkisstarfsmanna skal starfsmaður vinna í þágu almennings af vandvirkni, heiðarleika og samkvæmt bestu dómgreind. Það var ekki gert þegar bætt var við nýjum hæfnisviðmiðunum. Hér er reglubrot nr. 5.

Samkvæmt siðareglu nr. 2 skal tileinka sér vinnubrögð sem skapa traust á þeirri stofnun sem viðkomandi vinnur fyrir. Ráningarferlið skapaði bankanum ekki traust heldur þvert á móti. Hér er reglubrot nr. 6.

Samkvæmt siðareglu nr. 3 skal vinna gegn sóun og ómarkvissri meðferð fjármuna. Í ljósi niðurstöðu í máli Ólínar Þorvarðardóttur vegna starfs þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum er útséð að Seðlabankinn mun þurfa að borga skaðabætur upp á milljónir til umsækjandans sem kærði til Úrskurðarnefndar jafnréttismála. Hér er reglubrot nr. 7.

Samkvæmt siðareglu nr. 4. á að efla vitund um jafnrétti. Það gerði bankinn ekki þegar karlmaður var ráðinn heldur þvert á móti. Hér reglubrot nr. 8.

Það þurfti kæru til Úrskurðarnefndar jafnréttismála til að upplýsa glæpinn.

Samkvæmt siðareglu nr. 5 skal stuðla að gagnsæjum starfsaðferðum. Vinnubrögðin voru ógagnsæ þegar nýjum hæfnisviðmiðunum var bætt inn án þess að tilkynna umsækjendum um þá ráðagerð og síðan endurmeta alla umsækjendur. Hér er reglubrot nr. 9.

Samkvæmt siðareglu nr. 14 skal staðinn vörður um óhlutdrægni. Ráðningarferlið var óhlutlaust um leið og nýjum viðmiðunum var bætt inn seint í matsferlinu sem hentuðu karlinum sem ráðinn var. Hér er reglubrot nr. 10.

Samkvæmt siðareglu nr. 15 skal vekja athygli viðeigandi aðila á ólögmætum ákvörðunum og athöfnum. Bankinn gerði það ekki. Það þurfti kæru til Úrskurðarnefndar jafnréttismála til að upplýsa glæpinn. Hér er reglubrot nr. 11.

Bankinn hefur sagt að hin ólögmæta ráðning muni standa. Lýsir það iðrunarlausri afstöðu og sérkennilegu viðhorfi til laga- og reglubrota!

Samkvæmt siðareglu nr. 16 skal starfsmaður axla ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum. Í stöðunni er bara einn möguleiki fyrir þá þrjá starfsmenn sem stjórnuðu ráðningarferlinu, segja af sér. Ef ekki þá bætist reglubrot nr. 12 við. Bankanum munar ekkert um það enda rað-reglubrjótur!

Ekki er þetta nú efnilegt og Íslandi til ævarandi háðungar!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: