- Advertisement -

Jarðakaup: „Hvað veldur seinagangi í stjórnkerfinu?“

Er „ kerfið“ að þráast við? Eða er um að kenna sofandahætti ráðherra?

Styrmir Gunnarsson skrifar fína úttekt á síðu sína, styrmir.is.

„Það er fróðlegt að lesa ummæli Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttir um jarðakaup útlendinga í Morgunblaðinu í dag. Bjarni segir að innan núverandi laga- og regluverks:

„…sé hægt að gera ráðstafanir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá vaknar spurningin: Hvers vegna hefur það ekki verið gert?

Í frétt blaðsins er haft eftir Katrínu:

„…að reglur um þessi mál hafi verið mun opnari á Íslandi en víða annars staðar innan EES-svæðisins.“

Og enn má spyrja: Hvers vegna?

Gagnrýni á stöðu þessara mála hefur komið upp aftur og aftur síðustu ár. Hvað veldur ofangreindu? Er „ kerfið“ að þráast við? Eða er um að kenna sofandahætti ráðherra?

Bjarni talar um að málið verði lagt fyrir þingið „ næsta vetur “ , sem er það sama og Katrín hefur sagt.

Sigurður Ingi Jóhannsson talar hins vegar um haustið.

Ráðherrarnir verða að tala skýrar.

Nú verður eitthvað að gerast.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: