- Advertisement -

Jarðsmugur

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Rangar ákvarðanir og almennt aðgerðarleysi ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og svo Vinstri grænna í seinni tíð valda því að verðbólgan er taumlaus.

Fjármála- og efnahagsmálaráðherra er ábyrgur fyrir jarðsmugu farsótt sem hrjáir þjóðina. Ef eitthvað þá fer ástandið versnandi. Tjáningar ráðherrans um stöðu hagkerfisins valda slæmu ásigkomulagi landans. Eins og formaður Framsóknar þá lítur ráðherrann aldrei í eigin barm og tekur ábyrgð á óstjórn landsins. Núna er málið að spretthörð verðbólgan er hvorki ríkisstjórn né Seðlabanka að kenna. Hún á víst að vera innflutt eða sveitarfélögum landsins að kenna. Ekki benda á mig sagði ……?

Þetta með innflutning verðbólgunnar er auðvitað brandari samanber íslenski turninn á myndinni. Síðan það að sveitarfélög skaffi ekki nægilegt magn byggingarlóða er algjör þvæla. Hefur verið hrakið svo oft að það er farið að valda almennum leiðindum í pólitískri umræðu. Rangar ákvarðanir og almennt aðgerðarleysi ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og svo Vinstri grænna í seinni tíð valda því að verðbólgan er taumlaus. Síðan hjálpar ástandið upp í Seðlabanka ekki til. Röð ákvarðana upp í Svörtuloftum hafa verið arfavitlausar. Stöðumatið vitlaust og spáhæfnina er hvergi að finna innan veggja bankans. Það er tímabært að kjósa aftur áður en allt fer á hliðina. Og kjósa núna löglega. Tíminn er naumur, trúið mér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…hörmulegur árangur.

Síðan Bjarni Ben hóf þátttöku í stjórnmálum árið 2003 þá hefur verðbólga að jafnaði verið í námunda við 5 prósent þegar markmiði er 2,5 prósent. Það er hörmulegur árangur. Flokkast sem bananaskot yfir slánna og út á bílastæðið fyrir utan Sundlaugarnar í Laugardal. Já, Esjumegin við laugarnar þar sem vatnsberinn Birgir Ármannsson tekur á móti boltanum. Segir síðan Bjarna hafa skorað glæsimark. Alveg eins og þegar hann sagði síðustu Alþingiskosningar löglegar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: