- Advertisement -

Jóhann skrifar Seðlabankastjóra

Jóhann skrifar Seðlabankanum

Jóhann Þorvarðarson greinahöfundur hér á Miðjunni hefur skrifað seðlabankastjóra bréf. Samkomulag Seðlabankans og lífeyrissjóða, um að lífeyrissjóðir haldi sig til hlés í gjaldeyriskaupum. Bréf má lesa hér að neðan:

Seðlabanki Íslands

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kalkofnsvegi 1

101 Reykjavík

Efni: Yfirlýsing Seðlabanka Íslands, dagsett 15. júní 2020, vegna framlengds hlés á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða.

Undirritaður óskar góðfúslega eftir afriti af ofangreindu samkomulagi og vísar í þeim efnum til bæði upplýsinga- og stjórnsýslulaga. Þetta mál varðar mig sem neytanda sem mögulega kaupir eða selur gjaldeyri vegna eigin þarfa og hefur samkomulagið því áhrif á stöðu hans.

Sú skipan er á Íslandi að verð krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er ætlað að vera myndað á markaði og skulu gjaldeyrisviðskipti vera óheft nema annað sé ákveðið í lögum og tilheyrandi reglugerðum. Í þessu samhengi þá vill undirritaður góðfúslega vera upplýstur um á hvaða lagagrundvelli ofangreint samkomulag við einkaaðila er gert. Einnig er spurt hvort ekki sé í raun verið að taka gangverk gjaldeyrismarkaðarins úr sambandi með samkomulaginu og hvort samkomulagið skapi ekki falska verðmyndun fyrir verð krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri.

Þá er spurt hvort ekki hefði verið hreinna að taka krónuna af markaði eins og heimild í lögum stendur til og koma öðru skipulagi á þar sem allir standa jafnt að vígi. Og ef svarið er neikvætt þá er ágætt að heyra rökin þar að baki.

Að lokum þá spyr undirritaður góðfúslega hvort ekki sé í raun verið að færa veikingarvanda krónunnar til í tíma og fram á haustið. Veldur samkomulagið ekki því að upp mun byggjast himinhátt  eftirspurnarfjall eftir erlendum gjaldeyri sem mun leiða til mikillar veikingar krónunnar síðar með tilheyrandi innfluttri verðbólgu.

Reykjavík 16. júní 2020

Jóhann Þorvarðarson


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: