- Advertisement -

Jón Elvar lögmaður á hrakhólum!

Niðurstöðuna byggir lögmaðurinn á eigin útreikningum sem eru rangir.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Viðskiptablaðið birti nýlega stutta grein gagnrýnislaust eftir Jón Elvar Guðmundsson lögmann hjá Logos. Mogginn apar efni hennar upp í Staksteinum dagsins. Finna má greinina á heimasíðu Logos ef það er ekki búið að fjarlægja hana eftir þessa grein.

Niðurstaða greinar Jóns Elvars er að það er ekki skattalegt hagræði fólgið í því að fjármagnstekjuskattur einstaklinga sé aðeins 22%. Það er samkvæmt lögmanninum ekki hagstæðara að taka tekjur út úr fyrirtæki í formi arðs frekar en launa. Þessa niðurstöðu sína byggir lögmaðurinn á eigin útreikningum sem eru rangir.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Tryggingargjaldið í dag er 6,6% en ekki 0%.

Jón Elvar hirti ekki um að afla sér réttra upplýsinga og horfði alveg framhjá áhrifum tryggingargjalds. Vegna mikilvægi málsins set ég fram eftirfarandi leiðrétttingar.

Persónuafsláttur í dag er 56.447 krónur en ekki 52.907 krónur eins og lögmaðurinn heldur. Svo er skurðpunktur efra skattþreps 927.087 krónur en ekki 834.707 krónur. Tryggingargjaldið í dag er 6,6% en ekki 0%.

Hér að neðan set ég upp tvö upphugsuð dæmi fyrir hana Lindu sem starfar sem lögmaður. Fyrst sýni ég útkomuna m.v. að hún starfi undir eigin kennitölu og síðan hvernig málin líta út ef hún stofnar einkahlutafélag.

Fyrst er það Linda sem sjálfstætt starfandi lögmaður, þ.e. hún starfar undir eigin kennitölu. Væntanleg nettó laun í september eru 927.087 krónur og lendir hún því í lægra skattþrepinu (36,94%). Að teknu tilliti til persónuafsláttar og tryggingagjaldsins þá er raunskatthlutfall Lindu 37,45%


Ég hygg að venjulegt launafólk myndi vilja getað lækkað sitt skatthlutfall um 4,35 prósentustig.

Linda ákvað síðan að athuga hvort það væri skattalega hagstæðara fyrir hana að stofna einkafyrirtæki undir rekstur sinn. Nettó tekjur firmans eru áfram 927.087 krónur. Með þessu fyrirkomulagi getur hún innan vissra marka ákveðið hvernig hún skiptir tekjum sínum niður í laun annars vegar og fenginn arð hins vegar. Hún ákveður laun sín 427.087 krónur. Það sem eftir stendur eftir greiðslu launa og launatengdra gjalda tekur hún út sem arð. Niðurstaðan er að raunskatthlutfallið dettur niður í 33,1% í þessu dæmi.

Ef Linda ákveður að borg allt út sem laun frá einkafyrirtækinu þá endar skatthlutfallið hennar í sama hlutfalli og þegar hún starfaði undir eigin kennitölu eða 37,45%.

Niðurstaða Jóns Elvars er röng. Það er víst skattalegt hagræði fólgið í því að fjármagnstekjuskattur er bara 22%. Því miður hafa tvö landsþekkt fréttablöð birt niðurstöðu lögmannsins gagnrýnislaust. Það er vond blaðamennska!

Þetta dæmi sýnir hvernig sjálfstætt starfandi einstaklingur getur sjálfur ákveðið hvar skatthlutfallið liggur á milli 33,1-37,45%.

Ég hygg að venjulegt launafólk myndi vilja getað lækkað sitt skatthlutfall um 4,35 prósentustig. Og þá alveg sérstakleg aldraðir, öryrkjar og þroskahamlaðir! Það myndi breyta miklu í lífi þessa hóps!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: