- Advertisement -

Kann Brynjar Níelsson ekkert í hagfræði?

Ég get aftur á móti bent Brynjari á að það skapar engin verðmæti að spila tölvuleikinn „Tetris“ í forsetastól Alþings.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Verðmæti skapast nefnilega ekki eingöngu með því að veiða fisk úr sjó eða rækta agúrkur með ríkisstyrk.

Frjálshyggjumaðurinn hann Brynjar Níelsson gerir mest lítið annað á Alþingi en tala af yfirlæti um þá sem sitja í stjórnarandstöðu. Einn er þó þingmaðurinn sem Brynjar þolir verst af öllum, en það er hin skelegga og afkastamikla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.

Nýjasta Fésbókar innlegg Brynjars geymir kunnuglegt stef, en eftir síðasta Silfrið þá gat hann ekki setið á sér og gerði atlögu að orðum Þórhildar Sunnu. Gefum Brynjari orðið „En það er stórkostlegt að Píratinn í þættinum, sem hefur þrátt fyrir allt verið á þingi í fjögur ár, skuli ekki enn vita hvernig verðmæti verða til.“ Þarna var Brynjar að ráðast að orðum Þórhildar Sunnu um að í núverandi ástandi hafi sannast að störf í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sorphirðustörf, afgreiðslustörf, hreingerningar, kennarastörf séu störfin sem haldi samfélaginu saman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég ráðlegg Brynjari að lesa þjóðhagsreikninga frá hvaða ríki sem er. Hann mun fljótt sjá að ofangreind störf er stór hluti af verðmætasköpun þjóða. Líka í fyrirheitna landinu hans Brynjars, Bandaríkjunum. Verðmæti skapast nefnilega ekki eingöngu með því að veiða fisk úr sjó eða rækta agúrkur með ríkisstyrk. Störf barþjónsins sem afgreiðir Brynjar skapar einnig þjóðhagsleg verðmæti.

Ég get aftur á móti bent Brynjari á að það skapar engin verðmæti að spila tölvuleikinn „Tetris“ í forsetastól Alþings. Annars skila ég bara kveðju til míns gamla kunningja!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: