Greinar

Kári svarar fyrir sig

By Miðjan

February 16, 2020

Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir lætur eftirfarandi frá sér fara um vinnubrögð Íslenskrar erfðagreiningar:

Þetta er nú ekki dulkóðaðra en svo að það er einfaldlega búið til annað einkvæmt auðkenni í stað kennitölunnar, en á milli þessara tveggja auðkenna má gera einfalda vörpun. Það kemur enda fram í skilmálum rannsókna ÍE að fyrirtækið getur haft samband aftur við einstaklinga á grundvelli hinna meintu dulkóðuðu gagna, þ.e. farið til baka frá innra einkenninu aftur í upphaflegu kennitöluna. Þá áskilur fyrirtækið sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu sinni einhliða hvenær sem er.

Og þetta:

Strategía ÍE í þessum efnum er nokkurs konar “blitzkrieg”, þ.e. að koma út með söfnunarátök sín með miklum hraða og látum, og vera búið að safna þúsundum sýna áður en ráðrúm gefst til gagnrýninnar umræðu í samfélaginu um það hvað er í raun á seyði, með tilheyrandi aðhaldi. Mér finnst Persónuvernd satt að segja frekar sofandi gagnvart þessu brambolti.

Svar: