- Advertisement -

Katrín að klúðra dauðafæri!

Hvernig væri bara að hlusta á þjóðina Katrín?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Katrín forsætisráðherra sagði í Kastljósi að skoða mætti þann kost að minnihluti Alþingis geti skotið málum til þjóðarinnar í stað málþófs. Þjóðin gæti þannig sagt sína skoðun með beinu lýðræði.

Nú hefur Katrín staðið frammi fyrir dauðafæri síðan núverandi ríkisstjórn tók við. Hefur hún hvenær sem er getað lagt fram frumvarp um stjórnarskrána sem þjóðin er búin að kjósa sér. Katrín hefur frekar valið að hlusta ekki á þjóðina og skipaði enn eina nefndina til að semja aðra stjórnarskrá. Hvaða tal er þetta þá um málskotsrétt Alþingis. Hljómar eins og Katrín hafi misst þetta út úr sér frekar en að hugur fylgi máli. Hvernig væri bara að hlusta á þjóðina Katrín?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: