Skjáskot: Kryddsíld.

Fréttir

Katrín langoftast hjá RÚV

By Gunnar Smári Egilsson

March 17, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Kannski finnst fólki það sjálfsagt að fréttir og viðtöl við tíu ráðherra séu fleiri en fréttir og viðtöl við hina 52 þingmennina. Það er 450% algengara að RÚV ræði við ráðherra en almenna þingmann.

Eða að það séu fleiri fréttir og viðtöl við Katrínu Jakobsdóttur en samanlagt alla þingmenn Flokks fólksinsViðreisnar og Pírata? Katrín kom að meðaltali við sögu sex daga í viku á þessum rúmum þremur árum en einhver þingmanna þessara flokka 5,5 sinnum í viku.

En kannski lyktar þetta af óþarflega valdamiðaðri stjórnmálaumfjöllun? Það er alla vega tilfinning mín sem almenns hlustenda og áhorfenda, ég upplifi að ráðherrarnir séu nánast í öllum fréttum og viðtalsþáttum, oftast að þylja upp fréttatilkynningar frekar en að ræða alvöru pólitík.

Hvað með kynin? Þau eru jöfn, nánast upp á gramm, hjá Ríkisútvarpinu. Það á við um fréttir og viðtöl við kynin sem hópa. En þar sem karlar eru fleiri á þingi þá er í raun 50% líklegra að talað verði við þingkonu en þingkarl.

Og flokkarnir? Svona skiptast þeir, miðað við meðaltal viðkomu hvers þingmanns flokkanna í fréttum og þáttum Ríkisútvarpsins:

Eins og sjá má er VG í sérflokki meðal stjórnarflokka og Samfylkingin í nokkrum sérflokki meðal stjórnarandstöðunnar. Þarna má mögulega lesa áhuga frétta- og dagskrárgerðafólks; það er frekar svona VG, Samfylking og kannski Viðreisn en annað. Þó má benda á að meðaltalið kann að draga Sjálfstæðisflokkinn niður, sem er með flesta þingmenn. Það má hins vegar segja að nýju flokkarnir Píratar, Miðflokkur og Flokkur fólksins eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV.Annars eru fréttir og viðtöl af þingfólkinu svona að meðaltali á þessu tímabili:

Fyrsta deild:

Önnur deild:

Þriðja deild: