- Advertisement -

Katrín og Guðmundur Ingi munu ekki axla ábyrgð

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Því munu Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson ekki víkja af Alþingi. Bæði eru þykjustunni umhverfissinnar.

Nú er komin lokaniðurstaða hjá ESA, Eftirlitsstofnun Evrópska Efnahagssvæðisins, um að lög svæðisins hafi verið þverbrotin þegar heimilað var á met tíma að menga tiltekna firði landsins með laxeldisúrgangi, sýklalyfjum og vansköpuðum eldislaxi. Ekki einungis var vikið frá kröfunni um formlegt umhverfismat heldur einnig að almenningi væri ekki gert mögulegt að senda inn umsagnir og kæra leyfisveitinguna.

Vinstri græn eru náttúrulega úlfur í sauðargæru þegar kemur að umhverfismálum enda sýnt sig að málefni hafsins, stærsta vistkerfi veraldar, á ekki upp á pallborð VG. Hér er ekki einungis um að ræða lagabrot heldur einnig enn eitt siðferðisrofið hjá Vinstri grænum gagnvart kjósendum sínum og öðrum landsmönnum.

Eins og með Bjarna Ben og Ásgeir Jónsson þá axla ráðamenn ekki ábyrgð á Íslandi. Því munu Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson ekki víkja af Alþingi. Bæði eru þykjustunni umhverfissinnar. Allir nema auðvitað tvennan, og smá hirð í kringum hana, vita að þau eru grjótharðir öfgakapítalistar. Virða ekki lög né reglur í umhverfismálum. Spyrja verður, hvar er stefnumálið um að umhverfið eigi að njóta vafans?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: