- Advertisement -

Katrín skautaði fram hjá fílnum

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Raunin er önnur og tilheyrir Katrín sjálf þeim hópi sem mest hefur fengið. Hún mokaði sem sagt meiru undir sjálfan en fátækasta fólkið.

Formaður Vinstri grænna var til viðtals í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöld. Var tíðrætt um að hér hafi verið gerðar tekjuskattsbreytingar til að létta skattbyrði láglaunafólks. Hér er orðalagsbreyting frá því sem hún hefur áður sagt um að aðgerðirnar hafi miðast við að auka ráðstöfunartekjur lægstu launa mest. Hún viðurkennir nú, alla vega fyrir sjálfri sér, það sem kemur fram á meðfylgjandi mynd að breytingar á tekjuskattskerfinu kom best við launahæsta hæsta fólkið í þjóðfélaginu. Þessu hef ég lengi haldið fram hér á Miðjunni.  

Allt frá undirritun Lífskjarasamninga í apríl 2019 þá hefur áróður ríkisstjórnar Katrínar Jak gengið út á að hinir efnaminnstu verði í forgrunni og fái mest út úr tekjuskattsbreytingunum. Raunin er önnur og tilheyrir Katrín sjálf þeim hópi sem mest hefur fengið. Hún mokaði sem sagt meiru undir sjálfan en fátækasta fólkið. Þetta er enn ein birtingarmynd þess að Vinstri græn er hægri flokkur og ætti að heita „Hægri græn“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: