- Advertisement -

Kemur Kaninn?

Ég leyfi lesandanum að velta því fyrir sér hvort Kaninn muni stökkva til og fjölmenna til landsins það sem eftir lifir árs.   

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á undanförnum fjórum árum hafa bandarískir ferðamenn talið 26 prósent allra erlendra ferðamanna sem komið hafa til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Það er því afar áríðandi efnahagslegt álitamál fyrir ferðaþjónustuna í hve miklu mæli kaninn skilar sér út árið nú þegar opnun landamæra er hafin. Á línuritinu sem fylgir sést að fjöldi nýrra smita þar vestur frá fer aftur vaxandi. Talið er að 2,1 milljónir manna hafi smitast þegar þessi orð eru skrifuð og dauðsföllin sögð vera 116 þúsund. Hin myndin sem fylgir og er einnig fengin að láni frá Johns Hopskins háskólanum sýnir dreifingu smita innan Bandaríkjanna. Því rauðara sem landsvæðið er því fleiri smit eru á svæðinu. Augljóst er að dekkstu blettirnir eru einmitt á stöðum þar sem flogið var mest frá til Íslands á undanförnum árum. Ég leyfi lesandanum að velta því fyrir sér hvort Kaninn muni stökkva til og fjölmenna til landsins það sem eftir lifir árs.   

Og er það skynsamlegt að opna fyrir Bandaríkin í ljósi þess að hjarðónæmi hefur ekki náðst á Íslandi?

   


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: