- Advertisement -

Kennir árunum um

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Staðreyndin er sú að árarnar eru fínar, en ríkisstjórnin er handónýt. Þið afsakið, en ég fékk jarðsmugu við að hlusta á Sigurð Inga Jóhannsson.

Formaður Framsóknarflokksins er lítið fyrir að horfa í eigin barm. Hefur í ríkisstjórnum Katrínar Jak horft gagnrýnislaust á verðbólguna byggjast upp á umliðnum tveimur árum. Ég man ekki eftir einni málefnalegri tjáningu frá formanninum um málefnið. Ekki frekar en þegar hann sagði að einhvers staðar yrðu menn að geyma peningana sína þegar þáverandi formaður Framsóknarflokksins var staðinn að því að geyma fé í skattaskjóli.

Hann er aftur á móti á  heimavelli þegar sökkva þarf krumlunni í miðjan ríkissjóð. Fáeinir bændur fá nú auka ríkisstyrk vegna hækkandi áburðarverðs í heiminum. Svona eins og enginn annar þurfi að mæta örum og miklum verðbreytingum. Svo stígur formaðurinn loksins fram og kennir árunum um illan róður kyrrstöðustjórna Katrínar Jak. Vill breyta vísitölunni, skipta um árar. Ég held að þetta sé alveg nýr toppur í að kasta ábyrgðinni á landsstjórninni frá sér, en þiggja samt ráðherralaun. Staðreyndin er sú að árarnar eru fínar, en ríkisstjórnin er handónýt. Þið afsakið, en ég fékk jarðsmugu við að hlusta á Sigurð Inga Jóhannsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: