- Advertisement -

Kjánahrollur gerir vart við sig

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Málið er bara að núverandi íslensk verðbólga á sér enga rót í lífskjarasamningnum. Opinber gögn staðfesta þetta.

Ekki aðeins þarf þjóðarsálin að takast á við stórspilltan fjármálaráðherra og óhæfa ríkisstjórn heldur einnig falskan áróður neðan úr Borgartúninu. Eftir að hafa haldið sig blessunarlega mikið til hlés þá er Halldór Benjamín Þorbergsson byrjaður að gjamma. Kennir kjarasamningum um mikla verðbólgu. Málið er bara að núverandi íslensk verðbólga á sér enga rót í lífskjarasamningnum. Opinber gögn staðfesta þetta. Meiri verðbólga á Íslandi, en á hinum Norðurlöndunum, undanfarin 3 ár á rætur að rekja til rangra ákvarðana Seðlabanka Íslands. Þær voru allar teknar eftir að ritþjófurinn og hrunverjinn Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri. Sú skipan er á ábyrgð Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: