- Advertisement -

Klámhögg Fréttablaðsins

Vandinn liggur því annars staðar en hjá láglaunafólki sem ekki nær endum saman.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Áróður Fréttablaðsins er blygðunarlaus, einstaklega óskammfeilinn. Blaðið hikar ekki við að ráðast á lægst launaða fólkið. Í dag var fullyrt á brúnum viðskiptasíðum blaðsins að Lífskjarasamningarnir stuðli að atvinnuleysi. Til að gefa umfjöllun blaðsins íbygginn blæ þá eru Finnur Oddsson forstjóri Bónus og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka dregnir upp á dekk til að koma með álitsgjöf. Tilraunin er alveg misheppnuð og blaðinu til ævarandi og aukinnar skammar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á myndinni sem fylgir og nær yfir árabilið 2013-2018 sjást þrjár tekjutíundir launþega. Annars vegar karlar í tveimur efstu launalögum samfélagsins (bláa og græna línan) bornir saman við láglaunakonuna í næst neðsta launaþrepinu. Fjöldinn í hverri tíund er jafn. Línurnar sýna glögglega að ráðstöfunartekjur láglaunakonunnar hafa hækkað mun minna er karlanna. Þegar glænýjar tölur eru skoðaðar sem bæði Kjaratölfræðinefnd og Hagstofa Íslands gáfu nýlega út þá kemur í ljós að ofangreind mynd hefur ekki breyst í meginatriðum þrátt fyrir áróður um annað. Vandinn liggur því annars staðar en hjá láglaunafólki sem ekki nær endum saman.

Nýju upplýsingarnar eru umfjöllunarefni í þessari grein Morgunblaðið með vafasöm skilaboð“  og óþarfi að endurtaka þær hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: