- Advertisement -

Klausturdóninn með úlfaþyt

Jóhann Þorvarðarson:

Þannig að gauragangurinn í kringum þetta mál er svona meira til heimabrúks í fámennum hópi í kringum Sjálfstæðisflokkinn, en Bergþór hljóp úr flokknum þegar hann fékk ekki brautargengi innan hans.

Ýmsir þykjast geta hnyklað vöðvana vegna Fit for 55 reglugerðar Evrópusambandsins, sem kveður á um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent innan sambandsins fyrir árið 2030. Flugiðnaðurinn er ekki undanskilinn og er verið að ýta flugfélögum í þá átt að taka upp vistvænni orkugjafa í flugi. Í nýlegu svari við fyrirspurn forsætisráðherra til Evrópusambandsins kemur fram að íslensk stjórnvöld misskilji málið.

Þrátt fyrir það þá eru einangrunarsinnar eins Bergþór Ólason að gera sér mat úr málinu, belgja sig út. Utanríkisráðherra reynir einnig að hnykla sína vöðva og segir eins og Bergþór að ekki komi til greina að Ísland skili sínu til verndunar andrúmsloftinu. Vilja bæði að Ísland fái undanþágur til að menga meira en aðrir. Ég er ekki viss um að landsmenn, og þar með kjósendur, vilji fá afslátt af því að leggja sitt af mörkum við að bjarga lífinu á jörðinni. Þannig að gauragangurinn í kringum þetta mál er svona meira til heimabrúks í fámennum hópi í kringum Sjálfstæðisflokkinn, en Bergþór hljóp úr flokknum þegar hann fékk ekki brautargengi innan hans.

Og til að komast í blöðin þá afvegaleiðir hann þetta mál og vill að Ísland fái að menga eins og enginn sé morgundagurinn.

…Evrópusambandið gæti bannað flug frá Íslandi…

Síðan er það hitt að ef Ísland ætlar að neita að taka upp reglugerðina Fit for 55 þá einfaldlega gæti landinu verið vísað af Evrópska efnahagssvæðinu með hræðilegum afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf.  Eða þá að Evrópusambandið gæti bannað flug frá Íslandi til landa Evrópusambandsins. Þá myndu til dæmis ferðir til Tenerife detta upp fyrir sig, seðlabankastjóra til ómældrar ánægju.

Brambolt mengunarsinnanna er ekki annað en athyglissýki og úlfaþytur. Nær væri að þau nýttu tímann frekar í að stuðla að upptöku vistvænna orkugjafa í fluginu. Það myndi efla samkeppnishæfni landsins. Skipafélögin eru á þessari vegferð og ekkert til staðar sem hindrar að flugfélög hefji sína göngu í sömu átt. Þessi úlfaþytur mun eldast hratt og illa. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: