- Advertisement -

Kolbeinn kominn á flótta

Gunnar Smári skrifar:

Flóttinn byrjaður. Samkvæmt könnunum myndi VG tapa 4-6 þingmönnum ef kosið væri í dag og fáir telja að flokkurinn hafi sóknarfæri í kosningabaráttunni, þurfandi að sækja fylgi til vinstri í skugga einkavinavæðingar og annarrar hægri einkenna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Kolbeinn var í öðru sæti í Reykjavík suður, á eftir Svandísi Svavarsdóttur. Hann metur það nú að fyrsta sæti í Suðurkjördæmi, þar sem Ari Trausti sat, sé öruggara, en Ari Trausti mun ekki fara í framboð aftur. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, heiðabóndi, var í öðru sæti, en hefur ekki gefið upp opinberlega hvort hún sækist eftir sæti Ara Trausta.

Með því að meta fyrsta sæti í Suðurkjördæmi öruggara en annað sætið í Reykjavík suður má ætla að fólk sé að reikna með fylgi VG nálægt 8-10%. Ef það fer neðar, í um 7%, verður fátt öruggt nema fyrstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, í Kraganum og Norðaustri. Það væri svo happadrætti uppbótarþingmanna sé réði því hvaðan einn eða tveir þingmenn enn kæmu. Ef fylgið fer enn neðar, 5-6%, verður varla önnur sæti viss en Reykjavík norður og Norðaustur og svo annað hvort Kraginn eða Reykjavík suður. Ef fylgið fer undir 5% er möguleiki á að Katrín Jakobsdóttir næði því að verða kjördæmakjörin í Reykjavík norður, annars myndi flokkurinn þurrkast út.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: