- Advertisement -

Kolólöglegar aðgerðir stjórnvalda?

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

„Ég hef verulegar efasemdir um að sóttvarnarlög heimili þessa framkvæmd á landamærunum. Þetta segi ég eftir að hafa lesið lögin eins og þau voru samþykkt um daginn, greinargerðina og nefndarálitin. Hvergi er skýr heimild til þess að neyða alla ferðamenn frá ákveðnum svæðum til dvalar í sóttvarnarhúsi,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

„Til þess að skerða mannréttindi fólks með jafn umfangsmiklum hætti þurfa stjórnvöld að minnsta kosti að hafa skýra lagaheimild fyrir skerðingunni, annars er þessi framkvæmd bara brot á stjórnarskrárvörðum réttindum fólks til frelsis.

Reynist það rétt mat hjá mér, er þessi ríkisstjórn að baka ríkinu gríðarlega skaðabótaskyldu fyrir ólögmætar frelsissviptingar á skala sem ekki hefur áður þekkst.“

Þórhildur Sunna heldur áfram: „Svo er það hitt; í leiðbeiningum stjórnvalda kemur fram að ekki sé heimilt að fara út úr herberginu á meðan dvöl stendur. Ef það er rétt að fólk fær nákvæmlega ekkert að viðra sig úti þá eru stjórnvöld að brjóta gegn banni við pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð eða refsingu. Og enginn neyðarréttur veitir stjórnvöldum undanþágu frá því banni. Allir frelsissviptir einstaklingar eiga rétt á klukkustundar útiveru á dag. Það eru engar afsakanir fyrir því að virða ekki þann rétt.

Það hafa allir skilning á nauðsyn þess að hindra útbreiðslu veirunnar og hefur ríkt mikil samstaða um aðgerðirnar hingað til.

Það kann að vera að sóttvarnarlækni og ríkisstjórn finnist þessar frelsissviptingar réttlætanlegar í ljósi ástandsins og þeim detti engin önnur og vægari úrræði í hug. En, það er ekki heimild fyrir þessu í lögum og við megum aldrei leyfa stjórnvöldum að svipta fólk frelsinu eftir eigin geðþótta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: