
Það er því tímabært að Alþingi velji konu í embættið.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Kona hefur aldrei verið kjörin Umboðsmaður Alþingis frá stofnun embættisins árið 1988. Og kona hefur aldrei verið sett í embættið þegar sá kjörni sinnir öðrum verkefnum. Nú nýlega þá var karlmaður settur í embætti Umboðsmanns Alþingis til sex mánaða. Það er því tímabært að Alþingi velji konu í embættið nú þegar Tryggvi Gunnarsson hefur ákveðið að stíga til hliðar.