Greinar

Kona sem óttast Sjálfstæðisflokkinn

By Rafn

November 05, 2021

„Mig hryllir við þeirri hugmynd að íhaldsöflin muni yfirtaka heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið. Þessum ráðuneytum var frekar vel stjórnað á síðasta tímabili miðað við allt mótlætið sem kom hægra megin frá. Heilbrigðis-, velferðar og náttúruverndarmál fengu ekki það fjármagn sem þurfti, og miðað við að Bjarni Ben. muni áfram sitja í fjármálaráðuneytinu með dyggan stuðning sinna manna mun það ekki breytast,“ segir í grein sem Úrsúla Jünemann skrifar í Fréttablað dagsins.

„En þjóðin kaus þetta yfir sig að nýju, því miður,“ segir Úrsúla í lok greinarinnar.

Ögn fyrr í greininni kemur fram að Úrsúla óttast stórtækar virkjanir. Um það skrifar hún:

„Framtíðin er ekki björt miðað við hvað Sjálfstæðisf lokkurinn með iðnaðarráðherrann fremst í flokki ætlar sér í þessum málum. Veik von er að VG standi uppi í hárinu á þeim sem vilja hagvöxt, gróða og aftur gróða á kostnað náttúruverndar og sjálf bærni. Í hvaða vasa munu peningar þessir fara og hversu langt á þessi rányrkja að ganga?“