- Advertisement -

Konur eru mottur ferðaþjónustunnar

Upplýst var að atvinnurekendur vilja rýra kjör láglaunakvenna.

 Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Upplýsingar sem komu fram í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi voru blóðgandi bylmingshögg í andlit láglaunakvenna.

Upplýst var að atvinnurekendur vilja rýra kjör láglaunakvenna. Kjör sem í dag duga ekki til lágmarks framfærslu. Staðfesti formaður atvinnurekenda Guðrún Hafsteinsdóttir þetta. Í máli Guðrúnar kom fram að nauðsynlegt væri að atvinnurekendur sýndu ábyrgð. Það túlkast að fyrirtæki þurfa að þurrka sér betur um fæturna á lúnum bökum láglaunakvenna. Það gæfi aukna viðspyrnu í rekstri fyrirtækja og tryggði betur launamilljónir forstjóranna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Krafa atvinnurekenda er að kjör sem fyrri kynslóðir kvenna börðust fyrir með miklum erfiðismunum verði rýrð hressilega.

Krafa atvinnurekenda er að kjör sem fyrri kynslóðir kvenna börðust fyrir með miklum erfiðismunum verði rýrð hressilega. Átt er við að tímagjald í eftirvinnu, kvöldvinnu og helgarvinnu verði á dagtaxta samkvæmt ákveðnum og óskiljanlegum skilyrðum.

Kom einnig fram að fulltrúar ferðaþjónustunnar væru fremstir í flokki í viðræðum við launþega. Atvinnugrein sem fulltrúarnir kalla fjöregg þjóðarinnar. Já, egg sem elur af sér lágmarkslaun sem duga ekki til daglegrar framfærslu. Núna segja sömu framverðir að svigrúm sé til að rýra kjörin. Lengi má konuna reyna.

Það er dapurt að sjá hvað Guðrún og aðrir kvennstjórnendur eru með mikið álit á láglaunakonum. Fleyga setningin um að konur eru konum verstar stendur óhögguð á láglaunakonum.

Þekkt er að láglaunakonur fylla í flest störf innan ferðaþjónustunnar. Einnig er þekkt að 66% þeirra sem þarfnast endurhæfingar og lækninga hjá VIRK vegna vinnuskaða eru konur. Þar er auðvitað átt við láglaunakonur. Heldur einhver því fram að kona eins og Guðrún Hafsteinsdóttir með yfir 3 millur í laun á mánuði fylli þennan hóp úrvinda kvenna.

Það er dapurt að sjá hvað Guðrún og aðrir kvennstjórnendur eru með mikið álit á láglaunakonum. Fleyga setningin um að konur eru konum verstar stendur óhögguð.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: