- Advertisement -

Kreppan mun ná til Íslands

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er breyting á landsframleiðslu í Bandaríkjunum frá einum ársfjórðungi að næsta, svo langt sem samanburðarhæfar upplýsingar liggja fyrir, frá því stuttu eftir seinna stríð. Ástandið núna er svo geggjað út úr korti að það er vonlaust fyrir þig að reyna að meta stöðuna út frá eigin reynslu eða minni.

Kenningar hagfræðinga, þ.m.t. þeirra sem stýra Seðlabanka Íslands, eru að þetta verði snögg niðursveifla en síðan jafn snögg uppsveifla á eftir. Þessar kenningar byggja á módelum þeirra hagfræði, sem er nú að falla, og byggir á sjálfkrafa leit að jafnvægi; að hagkerfið á Vesturlöndum sé einskonar sigurverk sem byggi á guðlegu jafnvægi framboðs og eftirspurnar sem eigi sér náttúrlega jafnvægisstöðu. Sú er hins vegar ekki raunin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Efnahagskerfi Vesturlanda í dag er fyrst og síðast þjófræði, tryllt niðurstaða alræðis auðvaldsins við lok nýfrjálshyggjuáranna. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda ná ekki að örva efnahagslífið vegna þess að þeim er fyrst og síðast ætlað að verja auð hinna ríku, en blindur stuðningur við eignarverð vinnur í raun gegn efnahagsbata.

Margt í þessu súluriti, eiginlega allt, rataði til Íslands; efnahagshrunið 2008, þegar dot.com bólan sprakk, niðursveiflan við lok kjörtímabils Bush eldri o.s.frv. Þessi I-kreppa þarna í lokin mun líka ná til Íslands, við munum ekki bara þurfa að glíma við afleiðingar af lokun starfsemi á Íslandi og hrun ferðaiðnaðarins heldur líka afleiðingar af efnahagsniðurtúr annarra landa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: