- Advertisement -

Kristján Þór ráðherra tvísaga!

Hér ber ráðherranum ekki saman við sjálfan sig.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson svaraði skriflegum spurningum frá Stundinni áður en Namibíumál Samherja var opinberað. Í spurningu þrjú er Kristján Þór spurður hvernig Þorsteinn Már kynnti hann fyrir erindrekum frá Namibíu? Svar Kristjáns er orðrétt svona „Ég minnist þess ekki að Þorsteinn Már hafi kynnt mig fyrir umræddum mönnum“.

Í Kastljósi 13. nóvember 2019 var Kristján Þór mættur til viðtals þar sem hann fékk sömu spurninguna. Í þetta skipti svaraði ráðherran að hann hafi verið mættur á skrifstofu Samherja í persónulegum erindagjörðum við Þorstein Má. Á leið út af þeim fundi hafi Þorsteinn Már kynnt sig fyrir þessum aðilum frá Namibíu og þeir spjallað stuttlega saman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér ber ráðherranum ekki saman við sjálfan sig. Afhverju ætli það sé? Ég er með tilgátu en fullyrði ekkert. Þekkt er að þegar menn byrja að segja ósatt og hafa eitthvað að fela getur það verið mikið utanumhald að villast ekki af leið og verða tvísaga.

Íslenskar fagurbókmenntir geyma þekktar persónur sem segja ekki alltaf satt frá. Ein kemur fyrir í Njálssögu, Mörður Valgarðsson. Af honum er komið lýsingarorðið lygamörður. Sjálfum dettur mér ekki í hug að segja ráðherrann vera lygamörð, en þætti betra ef hann útskýri fyrir alþjóð þetta misræmi hjá sér. Mér finnst landinn eiga kröfu á því í ljósi alvarleika þess máls sem um ræðir!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: