Fréttir

Krónan ekki verri en aðrar myntir

By Ritstjórn

June 11, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Umræða um gjaldmiðla þarfnast endurnýjunar eins og öll önnur umræða og það sem best endurnýjar umræðu eru staðreyndir. Við skulum skoða tvær algengustu fullyrðingarnar um krónuna; að hún sveiflist meira en aðrir miðlar og að hún valdi háu vaxtastigi.

Fyrst þetta um sveiflurnar. Svona hafa eftirfarandi gjaldmiðlar sveiflast gagnvart dollar síðustu tíu árin. Mínustala vísar til þess að viðkomandi miðlar hafi tapað verðgildi gagnvart dollar, en plús tala að þeir hafi styrkt sig gagnvart dollar:

Það er ekki að sjá af þessu að krónan tapi verðgildi sínu gagnvart dollaranum umfram aðrar myntir, eiginlega þvert á móti.

Með vaxtalækkunum í fyrra færðist Ísland í átt að lágvaxtasvæðunum um kring. Svona eru raunvextir stýrvaxta Seðlabankans í nokkrum löndum, þ.e. stýrivextir að frádreginni verðbólgu:

Þarna sést að raunvextir stýrivaxta seðlabanka eru með því lægsta á Íslandi, enda er verðbólga hér meiri en víðast hvar (þó minni en í Bandaríkjunum, svo dæmi sé tekið).

Samkvæmt þessu er ekki hægt að halda því fram að krónan sveiflist meira en aðrar myntir eða að hún beri hærri vexti. Það má vera að húsnæðisvextir séu hér hærri en í öðru landi, en það er þá vegna húsnæðisstefnunnar en ekki gjaldmiðilsins.

Auðvaldsflokkurinn Viðreisn mun reyna að selja fólki næstu vikur og mánuðir að vandi Íslands sé ekki eyðilegging nýfrjálshyggjunnar á húsnæðiskerfinu, einkavæðing húsnæðislána og uppbyggingar húsnæðis, heldur gjaldmiðillinn. Þessu er haldið fram til að verja áframhaldandi einkavæðingu, hagnaðar- og markaðsvæðingu allra hluta. Þið ættum að passa ykkur á þessu.