
Jóhann Þorvarðarson:
Spurningin núna er þessi, hvenær fyrirtæki hætta meðvirkninni og viðurkenna að það eina rétta í stöðunni sé að greiða laun fyrir átta stunda vinnudag, sem duga fyrir mannsæmandi lífi.
Dauninn stafar af Halldóri Benjamín um allt höfuðborgarsvæðið. Svo megn er stækjan að ólíft er hjá fyrirtækjum. Að óbreyttu þá munu mörg stefna í þrot. Halldóri Benjamín er nákvæmlega sama enda hugsar hann meira um eigin brenglaða ímynd að hann sé karl í krapinu þó hann hafi aldrei dýft putta í saltan sjó. Ég efast síðan um að hann hafi nokkurn tímann tekið reku í hönd.
Halldór Benjamín vill ekki vera álitinn vera sá sem vægir fyrir fátæku fólki, sem er þjakað af oki, enda hefur hann það að atvinnu að halda lífskjörum þess niðri í mygluðum kjallara. Að ræða málefnalega við samninganefnd Eflingar er ekki eitthvað sem hann vill ótilneyddur heldur eyðir hann tíma sínum í uppnefningar. Nýjasta útspilið er að kalla samninganefndina halarófu eftir að hafa áður sagt hana vera lögbrjóta og illa til fara svo fátt eitt sé nefnt.
Á köflum þá virkar Halldór Benjamín á mig eins og maður í svæsnu geðrofi, sem veður áfram í eigin narcassisma. Spurningin núna er þessi, hvenær fyrirtæki hætta meðvirkninni og viðurkenna að það eina rétta í stöðunni sé að greiða laun fyrir átta stunda vinnudag, sem duga fyrir mannsæmandi lífi. Annað er vibbi!