- Advertisement -

Kveinkararnir komnir á stjá

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég tel næsta víst að kunnugleg atburðarás fari nú af stað. Seðlabankinn mun eftir baksviðsþrýsting stuðla að veikingu krónunnar svo sægreifarnir fái fleiri krónur fyrir dollarana og evrurnar.

Þannig mun íslenskur almenningur niðurgreiða matvælaverð Japana svo sægreifarnir fái sinn skrilljóna hagnað.

….

Á sama tíma sitja forystumenn launþegahreyfinga hljóðir hjá

Umræða um miklar hækkanir flutningsgjalda til og frá Asíu er komin á íslenskt plan. Sægreifar, sem munu ekki borga neitt fyrir loðnukvótann á yfirstandandi kvótaári, hafa áhyggjur af sölu loðnuafurða. Óttast að verðin beri ekki aukinn flutningskostnað. Takmörk eru nefnilega fyrir því hvað hægt er leggja miklar verðhækkanir á japanska neytendur segja þeir. Óttast greifarnir því að hagnaður af loðnuviðskiptum verði þeim ekki að skapi þrátt fyrir engin veiðigjöld.

Ég tel næsta víst að kunnugleg atburðarás fari nú af stað. Seðlabankinn mun eftir baksviðsþrýsting stuðla að veikingu krónunnar svo sægreifarnir fái fleiri krónur fyrir dollarana og evrurnar. Hin hliðin er að kaupmáttur almennings dregst saman vegna hærra innflutningsverðs og meiri kostnaðar við að fara til útlanda. Þannig mun íslenskur almenningur niðurgreiða matvælaverð Japana svo sægreifarnir fái sinn skrilljóna hagnað. Það er alltaf stutt í barlóminn hjá þessum kauðum og skiptir engu hvaða aðstæður eru uppi. Krónan veldur því að valdaöfl geta að vild leikið sér með kjör almennings. Á sama tíma sitja forystumenn launþegahreyfinga hljóðir hjá. Eru með sín ofurlaun, úr tengslum, eins og Sólveig Jónsdóttir hefur upplýst um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: