Fréttir

Landsréttur sýknar í nauðgunarmálum

By Ritstjórn

January 06, 2021

Sú staðreynd að Landsréttur sýknar þriðja hvern sem Héraðsdómur sakfellir fyrir nauðganir er sérstök staðreynd. Aðalheiður Ámundadóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins. Þar segir hún:

„Loksins, þegar við virtumst vera að komast á beinu brautina eftir langa baráttu, bregðast dómstólar og einkum hinn nýi Landsréttur. Sakfellingum er iðulega snúið við og sýknað. Refsingar, sem hafa reyndar aldrei komist upp úr því lágmarki sem þær voru í fyrir fjörutíu árum, eru mildaðar eða jafnvel felldar niður vegna tafa á málsmeðferð.

Markmið þess að bæta nýju dómstigi við íslenska dómstólaskipan var að auka réttaröryggi borgaranna en ekki valda fullkominni réttaróvissu, eins og Landsrétti virðist reyndar einum lagið. Verði ekki komið skikki á þetta flipp í nauðgunarmálum, sem er í gangi í Landsrétti, er hætt við að þolendur ofbeldis dragi sig aftur inn í skel frekar en að láta teyma sig á asnaeyrunum upp þrjú dómstig, upp á von og óvon í fullkomlega ófyrirsjáanlegu kerfi.“