Fréttir

Launahækkun þingmanna 74,8 prósent

Hækkanir þeirra hafa verið vanmetnar. Aðeins einn þingmaður getuð hugsað sér að afsala sér hækkuninni.

By Ritstjórn

August 21, 2018

Björgvin Guðmundsson skrifar: Upplýsingar, sem ég birti á Facebook í gær um launahækkun þingmanna og ráðherra á tímabilinu 2013-2016 leiða í ljós, að launahækkun þingmanna er mun meiri en talið hefur verið áður.

Það hefur verið talað um 45% launahækkun þingmanna og hefur mönnum þótt nóg um. En launahækkunin er miklu meiri. Samt hefur aðeins einn þingmaður getað hugsað sér að afsala sér þessari miklu hækkun sem er úr takti við allt annað í þjóðfélaginu. Þessi þingmaður er Jón Þór Ólafsson.

Launahækkun ráðherra er 64,2% á sama tímabili. Það er einnig meiri hækkun en menn töldu. Áður var talið, að aðeins forsætisráðherra hefði fengið svona mikla hækkun en það eru allir ráðherrarnir og þar á meðal fjármálaráðherra,sem er fremstur í flokki þeirra er vilja halda kaupi launafólks niðri. Ráðherrarnir og þingmennirnir eiga að afsala sér þessum ofurlaunahækkunum. Það er eina leiðin til þess að skapa frið á vinnumarkaðnum.